Butter chicken

Er búin að prófa þó nokkrar uppskriftir af þessum fræga indverska rétti og þessi er á toppnum, núna amk. Butter chicken eða öðru nafni Chicken Makhani er klassískur indverskur réttur þar sem grillaður kjúklingur (tandoori) er látinn malla í kryddaðri, ilmsterkri, kremaðri tómatsósu. Talið er að Butter chicken hafi fyrst verið gerður um 1930-1935 af Kundan Lal Gujral sem var eigandi veitingastaðarins Moti Mahal í Delhi á Indlandi.

Þessi skammtur ætti að duga fyrir 6-8 manns

Partur 1.

1,5 kg kjúklingakjöt í bitum

2,5 msk sítrónusafi

1,5 tsk chilliduft (má nota paprikuduft að hluta)

Þetta er látið marinerast í 20 mínútur á meðan næsta marinering er undirbúinn

Partur 2.

2,5 tsk þurrkað fenugreek (malað)

1 tsk turmerik

2,5 tsk garam masala

3 msk engifer og hvílauksmauk (ég ríf þetta bara á fínu rifjárni, ath að það er meira af þessu síðar í ferlinu)

1,5 bolli grísk jógúrt.

Öllu blandað vel saman og kjúklingnum bætt út í.

Þetta er svo marinerað í allt að sólahring, því lengur því betra.

Partur 3, Sósan:

6 msk smjör

3 tsk engifer og hvítlauksmauk

3 kanilstangir (eða 1/2 tsk duft)

8 grænar heilar kardamommur

8 negulnaglar

3-6 grænir chili, saxaðir (3 stk er frekar mild útgáfa)

1 dós niðursoðnir tómatar

3 msk cashew hnetur eða möndlur sem hafa legið í vatni í 12 tíma

3 tsk chiliduft (má blanda með paprikudufti)

2,5 tsk garam masala

1,5 msk þurrkað, malað fenugreek

1 msk sykur

salt eftir þörfum

100-200 ml rjómi

Kóríander, saxað og sett yfir þegar borið er fram

Partur 4. Eldamennskan

Hita ofninn í 200 gráður og setja kjúklingakjötið inn. Einnig hægt að setja bitana á spjót og grilla. Ég gerði þetta í ofni og notaði safann sem kom af kjúllanum í sósuna. Á meðan kjötið eldast gerum við sósuna:

Niðursoðnir tómatar og hnetur (möndlur) sett í blandara og maukað vel saman. Ef það eru kekkir getur verið sniðugt að setja allt gegnum sigti.

Smjörið sett á heita pönnu og steikja fyrst negulnagla, kardamommur og kanil í smá stund.

Bæta næst engifer- og hvítlauksmauki ásamt grænum chili útí og steikja þar til allt fer að ilma vel. Hella næst tómat-hnetumaukinu útí ásamt chilidufti, sykri og smá salti. Blanda vel og elda þar til sósan er orðin þykk og farin að setjast í hliðarnar á pönnunni.

Hella ca. 1 bolla af vatni samanvið þannig að þykktin á sósunni sé passleg. (Ath ef þið notið safann af eldaða kjúllanum getur það verið nóg og hægt að bíða með að setja vatnið).

Eldað í nokkrar mínútur og þá er elduðm kjúlla bætt við (ásamt safa ef vill).

Bæta núna garam masala og fenugreek saman við og mallað í ca 3 mínútur. Þegar slökkt er undir er rjómanum bætt í. Gott að byrja með 100 ml og sjá hvort það dugar.

Skreytt með kóríander og etv. smá rjómaslettu.

Borið fram með basmati hrísgrjónum og naan brauði.

Ég gerði mitt eigið naan sem sló í gegn. Steikt á pönnu rétt áður en borðað er. Svo var ég með gott, vel kryddað mango chutney (besta sem ég finn er í Costco) og hreina gríska jógúrt.

Færðu inn athugasemd