Nautahakksvefja

Gömul og góð uppskrift sem hefur staðist tímans tönn. Þessi vefja er gerð reglulega gegnum árin og slær alltaf í gegn.

  • 1 kg nautahakk
  • 1 bolli brauðrasp
  • 1/2 bolli tómatsósa (eða Heinz chili sósa)
  • 2 egg
  • 1 tsk salt og 1/2 pipar
  • 2 tsk þurrkað oregano

Öllu blandað vel saman og þjappað út í ferhyrning á smörpappír. Gott að hafa álpappír undir til að nota þegar þessu er rúllað upp.

  • 6-9 skinkusneiðar
  • ostur
  • léttsoðið brokkolí í bitum

Þessu er raðað ofan á kjöt“kökuna“: skinka, ostur og síðast brokkolí. Kjötinu rúllað upp, láta samskeitin snúa niður og loka þessu inn í smjörpappírnum ásamt álpappírnum og bakað í ofni í 180°C í 1 klst. Tekið út, pappír losaður af, rifnum osti stráð yfir og bakað í ca 10 mín til viðbótar.

Með þessu er best að hafa bearnese sósu, hrísgrjón eða bygg og gott salat

Færðu inn athugasemd