Um mig

Screen Shot 2014-05-03 at 11.03.21

Ég hef alla ævi haft mikinn áhuga á mat og matargerð. Með árunum hefur áhuginn beinst meira að hollustu og því hvernig við getum jafnvel forðast ýmsa sjúkdóma með því að láta matinn vera lyfin okkar.  Undanfarin ár hef ég lesið mikið um þessa hluti og reynt eitt og annað á sjálfri mér og mínum nánustu með mjög góðum árangri.  Reynslusögur fólks verða stöðugt fleiri þar sem það, á þennan hátt, nær að halda niðri eða losnar við ýmsa kvilla eins og stífa liði, svefnleysi, stress, ólgur í maga, harðlífi, blóðsykursvandamál, bólur, aukakíló og margt fleira.

Eftir að hafa upplifað hjá mér sjálfri og séð hjá öðrum hversu mikið mataræði, hreyfing og almennt jafnvægi í lífinu hefur að segja, þá er ég þess fullviss að þetta sé sá stígur sem við verðum að reyna að feta í lífinu í þeirri von að lifa lengur, heilbrigð á sál og líkama í sátt við okkur sjálf og umhverfið.

Nám mitt hefur fært mér mikla þekkingu um heildstæða næringu, heilsumarkþjálfun og fyrirbyggjandi aðgerðir sem stuðla að viðvarandi góðri heilsu. Með þessa kunnáttu í farteskinu langar mig til að vinna með fólki og hjálpa því að breyta um lífstíl sem hentar hverjum og einum, með það að markmiði að sú breyting verði til langframa.

Það er afar sorglegt til þessa að hugsa að það sé að vaxa upp heil kynslóð af fólki í okkar vestræna heimi sem mun sennilega ekki lifa foreldra sína, en talið er að í Bandaríkjunum muni svo verða.

Það er mest undir okkur sjálfum komið að snúa þessari þróun við,  en það er mun betra að finna sér tíma til að lifa heilbrigðu lífi heldur en að þurfa að eyða tíma til að vera veikur síðar.

Áður hef ég lært:

  • Ernährungstrainer B-Lizens („næringarþjálfun“) við BSA-Akademie, School for health management, München, Þýskalandi
  • B.Sc í Rekstrarfræði við Háskólann á Akureyri.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s