Hægeldaðir lambaskankar

Lambaskankar eru ódýrir, hollir og góðir. Það má elda þá á „þúsund“ vegu en hér er ein aðferð sem fékk bragðlaukana til að dansa trylltan dans hjá okkur fjölskyldunni. Fann eitthvað á netinu til að styðjast við og svona var mín útgáfa.

  • 4 skankar
  • 1 msk Villibráð & Lamb, frá Kryddhúsinu
  • 1 laukur í sneiðum
  • 4 hvítlaukskrif, marin
  • 1 dós niðursoðnir tómatar
  • 400 ml tómat passata
  • 2 kúfaðar msk tómatpaste
  • 500 ml kjúklingasoð
  • Salt & pipar
  • Timian, nokkrir stilkar (eða 2 tsk þurrkað)
  • Rósmarin, 2-3 stilkar (eða 2 tsk þurrkað)
  • 1 dl rauðvín

Hita ofninn í 165 °C. Salta, pipra og krydda skankanna, steikja þá í 2 msk ólífuolíu og setja í eldfast mót með loki eða steikarpott. Steikja núna laukinn í 2 mín, bæta hvítlauk saman við og svo tómötum, tómatsósunni og maukinum saman við, hræra vel saman og hella svo kjúklingasoði saman við ásamt rósmarin og timian. Salta og pipra eftir smekk. Þessu er svo öllu hellt yfir skankana en mér fannst mjög gott að hafa þröngt um þá og leyfa sósunni að ná vel upp/yfir. Setjið í ofnin og leyfið að malla í 2,5-3 klst. Ég lækkaði hitan í 150 gráður eftir ca 2,5 tíma.

Takið skankana upp og setjið á fat. Hellið restinni úr steikarpottinum í venjulegan pott og bætið rauðvíni saman við og sjóðið í smá stund. Smakkið til með salti og pipar ef þarf.

Með þessu bjó ég til venjulega kartöflumús. Hér á bæ finnst öllum vont að setja sykur í músina svo það er bara nóg af smjöri og salti ásamt mjólk. Ég mer kartöflurnar vel en þó þannig að það séu bitar ennþá í, hef hana pínu grófa.

Það dugar vel að hafa bara kartöflumús með matnum en okkur fannst þó rúsínan í pylsuendanum vera ekta fetaostur, mulinn yfir músina á matardisknum. Hægt er að fá alvöru feta t.d. í Bónus fyrir lítinn pening en ath. að þessi ostur er alltaf gerður úr geita- og sauðamjólk, EKKI kúamjólk 😉

Verði ykkur að góðu

Færðu inn athugasemd