Marengsrúlla með lionbar rjóma og karamellu

  • 4 eggjahvítur (stórar)
  • 3 dl púðursykur
  • ½ tsk matarsódi
  • ½ tsk borðedik
  • 1,5 bolli Rice Crispies

Þeyta eggjahvítur létt, bæta púðursykri í og stífþeyta. Setja matarsóda og edik í lokin, hræra svo rice crispies varlega saman við. Smyrja á smjörpappír, í ofnskúffu og baka á 135 °C í 50 mín.

Leyfa svo bara að kólna en það er í góðu lagi að gera þetta bara daginn áður.

Inn í rúlluna

6-7 Lionbar brytjuð niður og blandað saman við 500 ml af þeyttum rjóma. Þessu er smurt á marengsinn og honum rúllað varlega upp. Best að nota smjörpappírinn til þess.

Karamellubráð

Smá rjómi og karamellur að eigin vali eða kúlur. Ég notaði Freyjukaramellur og það var tjúllað gott. Bræða þetta saman og leyfa að kólna þannig að þetta verði ekki of heitt þegar það fer á kökuna en ég setti bara smá þeyttan rjóma ofaná og lét karamelluna „hlunkast“ yfir áður en ég bar fram.

Bon appetit !

Færðu inn athugasemd