Íslensk kjötsúpa á útlensku :)

46503922_2117007464987292_8342285867179573248_n

Átti súpukjöt og ætlaði að henda í kjötsúpu, þessa klassísku. Svo þegar ég var eiginlega byrjuð að setja í pottinn, fór ég út af sporinu og tók smá ísskápstiltekt sem lukkaðist svona líka vonum framar og verður klárlega gerð aftur.

 • 5-6 súpukjötsbitar
 • 2 lófafylli af söxuðu hvítkáli
 • 3 stilkar sellerí smátt sneitt
 • 1 lítill laukur saxaður
 • 6 litlar gulrætur í litlum bitum
 • Vatn þannig að fljóti vel yfir (ekki samt of mikið)
 • 2 msk tómatkraftur
 • 3 saxaðir tómatar
 • 1,5-2 teningar kjúklingakraftur og salt

Allt sett í pott og látið malla í amk 1,5 klst

 • 2-300 gr butternut grasker í bitum sett út í
 • 1 tsk cuminduft

-soðið í 30 mín.

Sýrður rjómi og saxað kóríander set útá þegar súpan er komin í skálar.

Ég veiddi kjötið uppúr, hreinsaði bein og fitu og brytjaði í munnbitastærð og hellti því öllu út í súpuna aftur.

Þetta varð meira lostæti en mig (og hina fjölskyldumeðlimi) hefði grunað 😉

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s