Blómkálsbotn

Einfaldur, fljótlegur og góður!

  • 400 gr blómkál, kurlað í matvinnsluvél
  • 3 dl ostur
  • 2 egg
  • salt, pipar og oregano

Osti, eggjum og kryddi bætt í matvinnsluvélina og öllu blandað saman.  Sett á bökunarplötu (með pappír) og þjappað jafnt yfir hana, bakað í 20-25 mín á 200 °C.


Tekið út og álegg að eigin vali sett á, bakað þar til tilbúið og þú ert kominn með dýrindis pizzu 😀

UPPÁHALDS hér núna er að smyrja þunnu lagi af pipar(smur)osti yfir heitan blómkálsbotninn áður en pizzasósan er sett.  Það er geggjað – ég lofa 😉    Einnig er gott að svissa sveppi og lauk, ef það er notað, á pönnu áður en það fer á pizzuna.

Nýjasta afsprengið er svo mexikönsk chipotle kjúklingapizza með avocado-kóríander jógúrtsósu 😛
Steikja nokkra kjúklingabita á pönnu og krydda með cumin, kóríander, salti, paprikudufti og smá chilli. Setja svo chipotle paste (ca 1-2 msk) saman við ásamt mörðum hvítlauk. Tekið af hitanum og kælt aðeins.

Á bakaða blómkálsbotinn kemur smá piparostur, pizzasósa, sveppir & laukur, niðurskornir kjúklingabitar, saxað jalapeno, maísbaunir og ostur (má vera bæði undir og ofaná).   Bakað.

 

Sósan/meðlætið:  

  • 1/2-1 avocado
  • 1 lítil jógúrtdós
  • fullt af fersku kóríander
  • 1 tsk sítrónusafi
  • pínu salt

Allt maukað með töfrasprota og borið fram með pizzunni

 

 

 

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Blómkálsbotn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s