Afgönsk kjötsúpa – Talibanasúpa

 

 

img_8061

Þessi súpa var fyrst gerð fyrir næstum 15 árum og sló hún þá rækilega í gegn.  Hún fékk strax nafnið Talibanasúpa út af einhverjum húmor sem ég man ekki en hefur gengið undir því nafni hér síðan 🙂
Ég gerði hana fyrir matarboð í gær og skil ekki af hverju ég var ekki búin að setja hana hér í bankann minn.  Þetta er súpa sem er virkilega þess virði að gera 😀

Dugir fyrir 5-6 manns

 • 50 ml matarolía
 • 2-3 laukar í sneiðum
 • 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
 • 700 gr lambakjöt skorið í litla bita
 • 50 gr maísbaunir
 • 400 gr tómatar
 • 1- 1,5  rauður chili, fræhreinsaður
 • 2 tsk túrmerik
 • 1-2 tsk pipar, nýmalaður
 • 2 L vatn
 • 500 gr kartöflur, afhýddar og skornar í (munn)bita
 • hnefafylli ferskt kóríander
 • salt

img_8047                     img_8048                         img_8052

Olían hituð í stórum potti og laukurinn steiktur við fremur háan hita þar til hann er meyr. Hvítlauk og kjöti bætt út í og brúnað á öllum hliðum. Baunum, tómötum, chili og kryddi hrært saman við, síðan vatninu. Hitað að suðu, hitinn lækkaður og súpan soðin við hægan hita í 1 klst, hrært öðru hverju. Kartöflum og hnefafylli af kóríander bætt út í og súpan látin malla í um 20 mínútur –eða þar til kartöflurnar eru meyrar. Borið fram með sýrðum rjóma og fersku kóríander (ekki verra að hafa gott brauð).

img_8063 img_8064

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s