Saltkaramella með kurli og kruðeríi

Saltkaramellukurl

Ég fór á námskeið hjá henni Oddrúnu heilsumömmu og lærði að gera allskonar góðgæti úr hollum hráefnum. A.m.k. voru öll innihaldsefnin hollari en venjulegur sykur og flest full af næringu 😉

Eitt af því sem hún kenndi okkur að gera var karamella sem er held ég sú hollasta sem ég veit um. Þ.e.a.s. af svona alvöru karamellum sem ég hef smakkað 😉 svo er hún líka einföld. Það má auðvitað setja hvað sem er saman við en hér á eftir er mín útgáfa, eða útgáfur því ég gerði tvennskonar. Ekki allir heimilismeðlimir sem eru hrifnir af hnetum.  Þetta er svona hálf-hollustunammi 😀

Karamellan

 • 1 dl kókosolía (kaldpressuð)
 • 1 dl kókosmjólk (þykka í dósunum), mæli með Tai Choice
 • 0,5 dl hlynsýróp
 • 0,5 dl kókospálmasykur
 • Vanilluduft eða dropar
 • Smá salt (ég notaði lakkríssalt 😉 )

Allt soðið vel saman í potti og látið malla í smá stund, kannski um 10 mín eða þar til hún er alveg freyðandi-brakandi…….  🙂

Svo er bara að velja innihaldið. Ég skipti þessari uppskrift ca í tvennt, ekki nákvæmlega en maður bara slumpar svolítið og sér hversu mikið má blanda í:

Hnetur, kurl og kínóa:Hnetukurl

 • ca 100 gr saxaðar brasílíu og makadaimiahnetur
 • 70 gr karamellukurl frá NS
 • ca 20 gr poppað kínóa

 

Lakkrísduft og poppað kínóaKínóa-lakkrísduft

 • 30 gr poppað kínóa
 • full tsk lakkrísduft (ég var með gróft duft

 

Þessu er einfaldlega hrært saman við, pressað á plötu með smörpappír og sett í frysti. Skorið í hæfilega bita og bara fínt að geyma í frysti eða kæli.  Auðvitað hægt að skella góðu dökku súkkulaði yfir en mér fannst þetta fínt svona í þetta skiptið 😀

screen-shot-2016-11-24-at-22-02-30
screen-shot-2016-11-24-at-22-02-41

screen-shot-2016-11-24-at-22-02-16 screen-shot-2016-11-24-at-21-41-55

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s