Kjúklingalifur á marokkóska vísu

Marokkóskar kjúklingalifrar

Ég ákvað um daginn að finna góðan forrétt til að hafa á undan marokkóska (uppáhalds) kjúklingaréttinum sem ég geri stundum til hátíðarbrigða.  Ég átti frosnar kjúklingalifrar og ákvað að halda þemanu marokkósku.  Uppskriftina fann ég að sjálfsögu með aðstoð google og útkoman var himnesk. Kryddblandan í þessari uppskrift er nauðsynleg en ég fékk hana í Krydd og tehúsinu í Þverholti.

 • 2 msk smjör
 • 350 g hreinsaðar kjúklingalifrar
 • 1 dós niðursoðnir tómatar (saxaðir)
 • 2 msk fínt saxaður laukur
 • 1 tsk þurrkaðar chiliflögur
 • 1 msk brúnn sykur
 • 1 tsk Ras el Hanout (kryddblanda)
 • 125 ml rjómi
 • Mulinn fetaostur
 • Kóríander, létt-saxað
 • Salt

Laukurinn mýktur í smjörinu, lifrum bætt á pönnuna og brúnaðar.  Tekið af pönnunni og sett til hliðar. Tómatar, sykur og krydd sett á pönnuna og látið malla í 10 mín á lágum hita, smakka til með salti. Rjómi og lifur sett útí og soðið í 10 mínútur. Strá fetaosti yfir ásamt kóríander og borið fram með góðu naanbrauði.

Geggjaður forréttur og vel hægt að vera nánast búin að gera hann þegar gestirnir mæta 🙂

 

4 athugasemdir við “Kjúklingalifur á marokkóska vísu

 1. Sæl Hrönn, og takk fyrir, að deila þessum freistand, forrétti. Langar til að vita hvar þú kaupir kjúklingalifur, hef ekki fundið þær í þeim búðum sem ég hef farið í. Annað, er brúnn sykur sama og púðursykur?
  Bestu kveðjur,
  Kristín

  • Sæl Kristín
   Ég hef tvisvar fengið/fundið frosnar kjúklingalifrar í Bónus. Keypti þegar ég sá þær og geymdi bara 🙂 Í ensku uppskriftinni stendur brúnn sykur sem ég held að sé líkur púðursykrinum okkar en ég notaði reyndar kókospálmasykur sem er ekki nærri eins sætur. Fannst hann passa vel 🙂 Kær kveðja og takk fyrir
   Hrönn

   • Takk fyrir kærlega.😊 Fór í leiðangur og fann sykurpoka sem á stendur; brown sugar –
    og er hann ljós brúnn.
    Svo mun, púðursykur víst vera; Muscovado, ef ég skil þetta rétt.
    Bestu kveðjur,
    Kristín

   • Já ok flott 🙂 Mér fannst þetta nógu sætt með kókospálmasykrinum en hann er mun minna sætur – eða ekki eins sterk sæta og af venjulega sykrinum. Muscovado er svo mjög lítið unninn sykur. Örugglgea allt gott, bara setja minna en meira til að byrja með 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s