Sætkartöflu og linsubaunasúpa fá J.O.

14087183_10210502258015495_1998436396_o

Sætar kartöflur eru ekki bara góðar, heldur eru þær líka hollar. Linsubaunir eru algjör snilld eins og ég hef áður talað um og linsubaunasúpur eru afar vanmetin næring að ég held:)

Ég átti bæði sætar kartöflur og rauðar linsur og langaði mikið í súpu. Þá er ekkert að gera nema googla og auðvitað hafði Jamie Oliver ráð undir rifi hverju 😉   Geggjað góð og saðsöm súpa sem fer í uppskriftabankann minn.

 • 750 g sætar kartöflur
 • 2 rauðlaukar
 • ½ msk cuminfræ (broddkúmen), nota duft ef hitt klikkar
 • Maldonsalt
 • 1 tsk kóríanderduft
 • ólívuolía
 • 4 hvítlauksrif
 • 1/2 -1 chilli, fræhreinsaður
 • ½ búnt ferskt kóríander
 • 125 g rauðar linsur
 • 1 ltr grænmetissoð
 • 1 dós kókosmjólk. Mæli með Thai Choice og aldrei nota diet….
 • 1 sítróna

Hreinsið kartöflur og skerið í teninga, laukurinn er skorinn í bita, sett í eldfast mót og kryddað með cumin, kóríander og salti og olíu blandað samanvið. Sett í ofn í 30-40 mínútur og hrært í 2-3 sinnum.

Sneiða hvítlauk og chilli, taka kóríanderlauf af stilkunum, leggja laufin til hliðar og saxa stilkana. Mýkið hvítlauk, chilli og stilkana í olíu við frekar lágan hita, bætið linsunum útí og hrærið áður en soðinu og kókosmjólkinni er bætt út í. Hækkið hitann, komið upp suðu, lækkið og látið malla í ca 20 mínútur.

Bætið ofngrænmetinu úti pottinn ásamt hluta af kóríanderlaufunum og maukið með töfrasprota -nú eða í blandara. Bragðbætið með salti (krafti) og sítrónusafa og berð fram með rest af kóríander og ristuðum kókosflögum

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s