Dumle ostakaka

Screen Shot 2016-02-15 at 21.34.32

Sá þessa uppskrift í blaði um daginn og fannst hugmyndin frábær. Valdi þó að gera ekki sama botn en það voru muldar makkarónur og smjör.  Bæði botn og rjómamassinn eru hlutlaus og því hægt að setja hvaðeina sem hugurinn girnist ofan á sem er algjör snilld því það er hægt að útbúa hana og eiga frosti og ákveða síðar hvaða bragð á að vera.   Einnig má bæta flórsykri í rjómamassann en ég vil ekki hafa þetta sérstaklega sætt. Betra að hafa kökuna „óvæmna“ og fá sér aftur 😉

  • 1 pakki hafrakex (hobnobs)
  • 100 gr ísl. smjör, brætt

Setja allt kexið í matvinnsluvél og mylja, bæta smjörinu saman við á meðan vélin gengur og skella svo í form og þjappa vel niður

  • 5 dl rjómi, þeyttur
  • 300 gr rjómaostur
  • 100 gr flórsykur

Þeyta rjómann.  Hræra vel saman rjómaost og flórsykur og bæta svo þeyttum rjómanum í. Smyrja yfir kexbotninn.

  • 200 gr Dumle karamellur
  • 1 dl rjómi  (eða 150 gr sýrður rjómi)

Brætt saman í potti og hellt yfir kökuna. Fryst og tekin út ca 1-1,5 klst fyrir át 🙂

Ég bræddi karamellurnar í sýrðum rjóma eins og stóð í uppskriftinni en ætla að nota rjóma næst og leyfa því að vera aðeins þykkara.   🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s