Dahl – linsubaunasúpa með kókosmjólk og kóríander

Screen Shot 2016-02-15 at 17.38.28

 

Hér er afbrigði af súpu sem ég sá á vef Lifandi markaðar einhverntíman en ég hef í þó nokkur ár notað linsubaunir í súpur af ýmsu tagi og VÁ hvað þetta er vanmetin og ódýr fæða. Fullt af næringu og próteinríkt þannig að ef þið eruð að hugsa um línurnar, þá eigið þið að velja linsubaunir 😉 Það er líka svo auðvelt að nota þær því eldunartíminn er bara um 20 mínútur. Önnur uppáhalds linsubaunasúpa sem ég geri er indversk og hana má finna hér.

 

Mín útgáfa er svona en það tekur undir klukkutíma að græja og gera 🙂

 • 4 msk olía (kókosolía eða önnur hitaþolin)
 • 1 tsk cummin
 • 2 laukar, saxaðir
 • 6-8 hvítlauksrif, söxuð
 • 2 tómatar, smátt skornir
 • 3-5 cm ferskur engifer, smátt saxaður (ath að lífrænn er mikið sterkari en hinn)
 • 2 tsk chiliflögur (byrjið kannski með minna 😉 )
 • 250 gr rauðar linsur
 • Vatn
 • SALT
 • 1 dós kókomjólk (mæli með Thai choice)
 • fullt af ferskum kóríander

Screen Shot 2016-02-15 at 17.41.25

Laukurinn er steiktur í olíu ásamt kryddinu, hvítlauknum og engifernum. Baunirnar settar út í og hrært vel saman við. Kryddi og vatni bætt við en vatnið á að fljóta yfir baunirnar, svona 2 cm yfir. Lækkið hitann og leyfið réttinum að malla í 30 mín. Athugið að bæta við vatni ef þarf.  Maukið með töfrasprota og munið að það fer alveg eftir smekk hvers og eins hversu fín-maukuð súpan er.  Setjið  kókósmjólkina. Smakkið til og saltið rétt áður en maturinn er borinn fram. Tek það sérstaklega fram að það þarf töluvert af salti, ekki spara það!  Best er að bæta ferskum kóriandernum saman við í restina, annaðhvort saxa hann eða skella töfrasprotanum aðeins í súpuna.

Screen Shot 2015-02-25 at 22.09.46

Ein athugasemd við “Dahl – linsubaunasúpa með kókosmjólk og kóríander

 1. Bakvísun: Sætkartöflu og linsubaunasúpa fá J.O. | Hrönn Hjálmars

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s