Amminamm

Screen Shot 2015-10-15 at 23.04.22

Stundum hellist yfir mann löngun í nammi og þá er það besta sem hægt er að gera ef það á ekki að detta ærlega í það, að gera sitt eigið sem er gott og næringarríkt – eiginlega hollt 😀

Þetta er auðvitað hægt að gera í hundrað útgáfum og gaman að leika sér með það sem til er og prófa.  Þessi tilraun tókst afar vel og verður gerð aftur en þar sem mér finnst kardamommur góðar og hef smakkað þannig súkkulaði, ákvað ég að prófa sjálf og nú sit ég og háma þessu í mig og reyni að rifja upp hvað ég gerði 😉  Það er auðvitað ekki nauðsynlegt að nota kryddin en ég skora á ykkur að prófa!  Muna bara að hlutföllin eru ekki heilög, bara gera eins og manni finnst best.

Screen Shot 2015-10-15 at 23.05.56

  • 200 gr dökkt súkkulaði (70%  og yfir)
  • 150 gr hnetur: ristaðar heslihnetur, pistasíur og smá pekanhnetur
  • 50 gr goji ber
  • Klípa af Maldonsalti
  • 2/3 tsk kardamommuduft
  • 1/3 tsk cayennepipar
  • söxuð trönuber og kókos til skrauts ef maður er í stuði fyrir það

Screen Shot 2015-10-15 at 23.06.17

Ristið heslihneturnar og nuddið svo af lausa brúna hýðið. Saxið allar hneturnar og setjið næstum allt í skál (geyma smá í skraut). Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og hellið svo hnetunum samanvið.  Hrærið salti samanvið og kryddinu ef þið ætlið að nota það.

Setjið smjörpappír á plötu og helli blöndunni á og breiðið úr þannig að það verði ekki of þykkt.  Skreytið með hnetum, trönuberjum og kókos (ég setti ber og kókos á helming til að prófa) og setjið í frost.  Takið út eftir 30 mín og brjótið niður í bita.  Geymið í ísskáp og borðið svo af bestu lyst og brosið 😀

Screen Shot 2015-10-15 at 23.04.42

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s