Kjúklingabringur í mangókarrýsósu með hvítlauk og sveppum

Screen Shot 2015-10-04 at 23.15.26

Fékk þennan kjúklingarétt fyrst hjá Jóhönnu vinkonu minni Vilhjálmsdóttur og Geir manninum hennar. Hef gert hann reglulega síðan því hann stendur alltaf fyrir sínu, er einfaldur, ekki svo mikilvægt að fylgja nákvæmri uppskrift og svo er hann gríðarlega góður 😀

Meðlætið getur næstum verið hvað sem er og bara spurning um smekk.  Okkur finnst gott að hafa sætar kartöflur og brokkolí á meðan aðrir velja hrísgrjón, quinoa og/eða salat.

  • 4 bringur í grófum bitum
  • 250 ml rjómi
  • 4 msk mangó chutney
  • 1 box (250 gr) sveppir, skornir í fernt
  • 1 hvítlaukur ( ca 6 rif), marinn
  • 1-1,5 tsk karrý
  • Maldonsalt

Bringur settar í eldfast mót.  Allt hitt er sett í pott og hitað, hellt yfir kjúllann.   Þetta er svo bakað í ofni á 190 °C í ca 25-30 mínútur.

Okkur finnst gott að skera sætar kartöflur niður, brytja gróft fullt af hvítlauk (2-3 stk) og blanda saman í eldfast mót ásamt olíu (smjör og kókosolía er uppáhald) og maldonsalti.  Fínt að skella þessu í ofnin og fara svo í að gera kjúllann klárann því hann þarf styttri tíma.
Krakkarnir eru ekki jafn hrifin af þessum sætu og borða þau því venjulegar kartöflur eða hrísgrjón.
Brokkolí þarf svo bara 1 mín. suðu en þannig helst það grænt og fallegt og ekki alveg í mauki.

Screen Shot 2015-10-04 at 23.14.46

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s