Gulróta og engifersúpa með kókos

Screen Shot 2015-08-24 at 23.53.11

Alltaf gott að gera súpur þegar maður nær ekki að borða allt grænmetið í ísskápnum og núna var það heill pakki af lífrænum gulrótum sem þurfti að bjarga í skyndi frá því að lenda í ruslinu.  Eins og venjulega þá gúgglaði ég til að fá hugmyndir og þetta var útkoman.  Ótrúlega einföld og fljótleg og það sem meira er, alveg hrikalega góð 🙂   Hún er alveg barnvæn og það er algjört smekksatriði hversu mikið af engifer er notað.

  • 500 gr gulrætur, flysjaðar og brytjaðar
  • 1 laukur, grófskorinn
  • 3-10 cm engifer, allt eftir gerð og smekk (muna bara að lífrænn er mikið sterkari), í bitum
  • Kjúklingasoð
  • 1 dós kókosmjólk (Thai choice)
  • Cayenne pipar (á hnífsoddi eða aðeins meira)
  • Sítrónusafi svona ca 1 tsk
  • Salt

Screen Shot 2015-08-24 at 23.53.32

Gulrætur, laukur og engifer sett í pott með vatni sem rétt flýtur yfir ásamt kjúklingakrafti. Soðið saman þar til allt er vel mjúkt og skella því þá í blandarann og mauka alveg í spað……  Aftur í pottinn, bæta dós af kókosmjólk saman við, hita og bragðbæta með salti, cayenne og sítrónusafa. Muna bara að ekki vera spar á kraftinn og saltið – það gerir gæfumuninn.

Verði ykkur að góðu 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s