Úrbeinuð kjúklingalæri í ljúfri sósu

Screen Shot 2015-08-19 at 20.45.26

Ein af þessum einföldu fljótlegu þar sem má nota hvaða sósutegund sem er og í raun bara hvaða grænmeti sem er, um að gera að nota það sem til er í ísskápnum 🙂  Þetta er eiginlega svona til hliðsjónar þar sem hægt er að leika sér endalaust með hráefnið.  Í þetta skiptið gerði ég eftirfarandi:

  • 1 poki af úrbeinuðum kjúklingalærum frá Rose poultry (eða annað kjúklingakjöt)
  • 1 laukur
  • 1/2 spergilkálhaus
  • 1/2-1 sæt kartafla
  • 1 krukka Biryani sósa, (hún er til í austurlensku hillunum) eða ykkar uppáhalds indverska sósa
  • 1 tsk karrý
  • 1 tsk hænsnakraftur
  • smá salt
  • bragðbæta með mangó chutney og smá jógúrti eða kókosmjólk

Skera allt í bita, steikja kjúllan fyrst í smá stund, bæta hinu við og velta aðeins á pönnunni, setja allt nema chutney og jógúrt saman við og malla þar til kjúklingurinn er fulleldaður – bragðbæta að lokum.

Ég var þarna með hvít basmatigrjón (sem ég nota reyndar afar sjaldan) en það er voða gott að setja krydd saman við þau í suðu þannig að þau hafi smá bragð. Oft er gott að nota eitthvað af þeim kryddum sem notuð eru í matseldinni en hér setti ég smávegis af möluðum kardamommum.    Hér er svo uppáhalds hrísgrjónin sem ég lærði að gera á inversku matreiðslunámskeiði hjá egypta í Þýskalandi 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s