Austurlensk fiskisúpa á nokkrum mínútum

Screen Shot 2015-08-10 at 21.48.01

Fyrirmyndin að þessari uppskrift kemur úr fiskibók Hagkaups og ég hef gert hana reglulega gegnum tíðina.  Hún er ekki bara rosalega góð heldur tekur bara nokkrar mínútur að gera hana, algjört lostæti ! 😀

Ég breytti henni að sjálfsögðu aðeins en í upprunalegri útgáfu er 1,5 ltr af kókosmjólk, ég nota bara eina dós og kjúklingasoð á móti.

 • 800 gr fiskur (ég nota þorsk, skötusel og rækjur og stundum lúðu. Má líka vera kræklingur, steinbítur eða annað að vild)
 • 3 cm rifin engiferrót
 • 1-2 rauður chili, fræhreinsuð og smátt söxuð
 • 1 búnt kóríander
 • 2-3 stilkar sítrónugras EÐA smá lime-börkur
 • 1 dós þykk kókosmjólk (ekki kaupa þessa ódýru, það er þvílíkt drasl og vont bragð líka…)
 • 1 ltr kjúklingasoð
 • 2-3 msk fiskisósa
 • 5 stk vorlaukar, sneiddir
 • 1 stk lime

Setjið engifer, chili, kóríander, kókosmjólk, sítrónugras og kjúklingasoð í pott og sjóðið saman í smá stund (gott að gera það bara fyrirfram og láta standa).  Þegar kemur að því að borða er fiskurinn settur útí ásamt fiskisósu, vorlauk og lime safa.  Smakka til með krafti og/eða maldonsalti.

Screen Shot 2015-08-10 at 21.47.06

Síðast þegar ég eldaði súpuna var það með hraði og því bar ég hana fram með súrdeigs-hvítlauksbrauði sem sló rækilega í gegn.  Einfaldlega keypt súrdeigsbrauð í Sandholts bakaríi, sneitt og smurt með heimagerðu hvítlaukssmjöri, strá örlitlu af rifnum osti yfir og undir grillið í ofninum í andartak.

 • Hvítlaukssmjör:
  1/2 dós Smjörvi
 • 3 marin hvítlauksrifjum
 • 1 msk þurrkuð steinselja
 • Maldonsalt

Þetta brauð lætur mann borða AÐEINS OF MIKIÐ 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s