Quinoa Tabbouleh

IMG_1114

Tabbouleh er nokkurskonar salat sem yfirleitt er búið til úr grænmeti og búlgúr hveiti (brotið hveiti).   Ég er hins vegar alltaf að takmarka aðeins kolvetnisinntöku og þá kemur Quinoa, uppáhaldið mitt, sér vel.    Quinoa er glúteinlaust og mjög próteinríkt og ætti að henta flestum og ef það er notað sem meðlæti með mat, þá er um að gera að elda nóg og gera t.d. Tabbouleh úr afgöngunum.

Ég geri þetta nú bara svona nokkurnvegin og stundum sleppi ég nánast alveg vorlauknum þar sem ég þoli illa allan hráan lauk.

  • 2 bollar soðið quinoa
  • 1/4 bolli ferskur sítrónusafi
  • 1/4 bolli jómfrúar ólífuolía
  • 2 tsk salt (eða eftir smekk)
  • 1 bolli vorlaukur, saxaður (sumir vilja rauðlauk)
  • 1 lúka minta, söxuð
  • 1 lúka blaðsteinselja, söxuð
  • 1/2 agúrka, smátt söxuð
  • 1-2 bollar tómatar, saxaðir
  • Malaður svartur pipar

Passið að saxa grænmetið smátt. Blandið sítrónusafa, olíu og pipar saman og blandið því við restina – best að nota bara hendurnar.    Ef þið notið búlgúr þá er hægt að hella sítrónu-olíu blöndunni saman við það og láta standa í 1/2-2 klst til að mýkja það upp. Fer eftir hversu gróft búlgúr hveitið er.

Þetta er gríðarlega gott eitt og sér og hentar fullkomlega í nestisbox.     ATH!   fetaosturinn var alveg auka hér, bara af því að mig langaði svo að hafa hann með 😉

IMG_1115

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s