Skúffukaka með mömmukremi

Screen Shot 2015-07-05 at 21.04.43

Ég baka mjög sjaldan, bæði hef ég ekki mjög gaman af því og við borðum ekki mikið bakkelsi heldur.  Lofaði börnunum mínum að hafa köku á afmælisdaginn minn og ákvað að gera eitthvað fljótlegt, gott og nóg af því þar sem við vorum að fara út úr bænum í smá ferðalag og alltaf vinsælt að hafa gott nesti 😉

Uppskriftina fékk ég frá vini mínum sem fékk hana hjá ömmu sinni sem gerir víst heimsins bestu skúffuköku 😉 og svo ákvað ég að notast við SKÚFFUKÖKUKREMIÐ, það eina sanna en ég þekkti bara eitt krem í minni æsku og veit ekkert betra 🙂   Gerði samt helminginn með súkkulaðikremi til öryggis svo að allir myndu nú örugglega fá sína útgáfu. Þessi uppskrift passar í stóra ofnskúffu því hún lyftist afar vel og hún molnar lítið sem ekkert eftir bakstur.

Kaka:

 • 4 bollar hveiti
 • 3 bollar sykur (ég var með hrásykur og kókospálmasykur)
 • 200 gr brætt íslenskt smjör
 • 2 egg
 • 2 bollar AB mjólk
 • 3 tsk natron
 • 3 msk kakó

Þeyta/hræra vel saman sykur og egg, blanda bræddu smjöri saman við og svo AB mjólkinni og hræra vel. Þurrefnin að lokum og hræra vel saman.  Skella þessu í stóra ofnskúffu og baka í ca 20-25 mínútur. Best að stinga prjóni í og athuga málið 😉

Kaffi/karamellukrem (Mömmukrem):

 • 3,5 dl flórsykur
 • 4 msk brætt smjör
 • 4 msk sjóðandi vatn
 • 2 tsk neskaffi(duft)
 • 2 tsk vanilludropar

Skúkkulaðikrem:

 • Flórsykur
 • Kakó
 • Smá brætt smjör
 • Ein eggjarauða
 • heitt vatn

Hér var nú bara slumpað og kremið haft frekar þykkt

Strá svo kókosmjöli yfir herlegheitin og fá sér mjólkurglas með 😀

Auglýsingar

6 athugasemdir við “Skúffukaka með mömmukremi

 1. Skemmtilegt Hrönn, Mömmukremið þitt er eins og það sem ég hef gert í ein 50 ár 😃nema í stað kaffidufts hef ég rótsterka lagað kaffi en ekkert vatn. Stundum splæsi ég líka einni rauðu líka. Ætla að gera skúffu uppskriftina þína handa ömmustelpum sem von er á frá Kaliforniu. Kær kveðja.

 2. I augnablikinu er eg ad reyna ad hemja mig i ad borda deigid ekki hratt ! mmmm hvad eg er spennt ! og ommukremid vard audvita fyrir valinu !

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s