Lax með kókossinnepi og sætum kartöflum

IMG_1592

Laxinn er svo góður og ekki skemmir hversu hollur hann er.  Hér nota ég sinnep sem er afskaplega bragðgott og pínu öðruvísi en venjulega. Það er með karrý-kókosbragði og ekki of sterkt þannig að það passar vel með fiski. Þessa uppskrift mína er einnig að finna í sjómannadagsblaði Sjávarafls sem kom út núna fyrir helgi 😀

 • 1 kg laxaflak
 • Sinnep –curry & coconut   frá Nicolas Valé
 • 1 dl graskersfræ
 • Olía til penslunar
 • Sætar kartöflur
 • Kókosolía
 • Hvítlaukur og/eða chilimauk
 • Salt

IMG_1580

Köld sósa:

 • 1 dós sýrður rjómi
 • 1 lítill mjúkur avocado
 • 1 hvítlauksrif
 • Pínu salt

Allt maukað saman með töfrasprota

Sætu kartöflurnar eldar maður eftir smekk.  Það má skera þær í teninga ásamt 10 hvítlauskrifjum (skornum í tvennt), setja í eldfast form ásamt kókosolíu og salti og baka eða gera franskar og hafa þær bragðmeiri.  Ég baðaði þær uppúr chilimauki (Sambal Oelek) og sáldraði möndlumjöli og salti yfir en það má alveg reikna með 30-40 mínútum í eldun og því gott að byrja á þeim.  Þegar þær eru komnar í ofninn á 190 °C er sósan útbúin og laxinn gerður klár.
Laxinn er skorinn í 7-10 cm langa bita og raðað á olíuborinn álpappír á bökunarplötu.  Kúfaðri teskeið af sinnepinu er smurt yfir og svo er graskersfræjum stráð yfir.  Þegar kartöflurnar eru tilbúnar, eru þær teknar úr ofninum og hitinn hækkaður í 230 °C.  Breiðið yfir kartöflurnar og setjið laxinn inn í NÁKVÆMLEGA 7 mínútur (miðað við meðalþykkt á stykkjunum).    Berið fram með grænu salati, ísvatni og/eða köldu hvítivíni.

IMG_1577

IMG_1587

Svona lítur sinnepið út en það fæst m.a. í Garðheimum, Fakó og Mosfellsbakara.  Held meira að segja að ég hafi séð það í sölu á flugvellinum á Egilsstöðum 🙂

Screen Shot 2015-06-07 at 22.01.24

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s