Kjúlli í mangósósu með banönum, rúsínum og papriku

 

IMG_2017

Hér er uppskrift sem ætti að falla flestum í geð en ég fékk þetta hjá mágkonu minni um daginn og nú er ég búin að gera þetta líka og bjóða í mat.  Það er ekki bara að þetta sé gott og pínu öðruvísi heldur er þetta bragð sem hentar flestum og svo ráða allir hvað þeir setja í sína útgáfu 😉    Þessi uppskrift er sjálfsagt til einhversstaðar en ég hef ekki séð hana áður og eins og ég hef sagt hér, þá er þetta uppskriftabankinn minn sem inniheldur góðar, hollar og (oftast) ekki of flóknar uppskriftir – sem ég geri aftur og aftur og aftur…. 😀

Þetta er einföld uppskrift og alveg ekta fín í að allt geti verið tilbúið fyrirfram -eða áður en gestirnir koma. Svo er það eins og alltaf, smakka til og finna sitt bragð, hlutföllin eru ekki heilög  🙂

 • 2 msk smjör
 • 1/2 – 1 blaðlaukur, sneiddur
 • 1 msk karrí
 • 2-3 hvítlauksrif, pressuð
 • 1 msk soyjasósa
 • 4 msk (hot) mangó chutney
 • 1 dós kókosmjólk
 • 1 dós sýrður rjómi 18 prósent
 • 1 teningur/skeið kjúklingakraftur
 • Salt og pipar
 • 4-6 Kjúklingabringur eða fille

IMG_2016

Meðlæti:

 • Hrísgrjón
 • Rauð paprika
 • Bananar
 • Rúsínur

Velta blaðlauknum aðeins í smjörinu, bæta karrí saman við og steikja aðeins, bæta svo restinni í og láta malla aðeins.

Steikja kjúklinginn og bæta útí sósuna. Hita þetta og bera fram með hrísgrjónum, rauðri papriku, banönum og rúsínum – allt aðskilið og svo setur hver fyrir sig á diskinn.   Alveg unaðslegt 😛

IMG_2015

Screen Shot 2015-02-25 at 22.09.46

 

 

 

 

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Kjúlli í mangósósu með banönum, rúsínum og papriku

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s