Grískættaðir fiskbitar í ofni

IMG_1165

Ofureinfaldur og bragðgóður þessi og hann er gerður á nokkrum mínútum.  Var búin að afþíða flök en nennti svo ekki að elda – en VARÐ að gera eitthvað…….!

  • 2 þorskflök
  • biti af MS hreinum fetaosti (sem er náttúrulega bara kúaostur og ekkert skyldur feta….)
  • fersk basilika
  • smjörklípa
  • salt og pipar

IMG_1162

Hitið ofninn í 230 °C.  Setjið álpappír á bökunarplötu, smyrjið smá ólífuolíu yfir og raðið fiskbitum á. Setjið örlitla smjörklípu á hvert stykki, myljið smá fetaost yfir ásamt saxaðri basiliku, salt og pipar.

Þetta fer í ofninn í nákvæmlega 7 mínútur og ALLS EKKI lengur!    Bragðið minnir óneitanlega á Grikkland og það er svosem hægt að hafa hvað sem er með þessu.   Við borðuðum mjög mikinn fisk og það var bara „gömul rest“ sem meðlæti: bygg og grænmeti sem var meðlæti með laxi sl. sunndag, hitað og smá avocado bætt í 😉

IMG_1164

Hér er um að gera að velja meðlæti eftir þvi sem hver óskar en bragðið er grískt og þvi um að gera að velja eitthvað í þeim dúr. Steiktar kartöflur með hvítlauk eru pottþétt góðar með 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s