Kókos og trönuberjamuffins

IMG_1266

Skemmtilega bragðgóð muffins hér á ferð 🙂
Ég ætla að setja hér inn upprunalegu uppskriftina og svo líka hvernig ég gerði hana en mér finnst fínt að draga svolítið úr óhollustunni með hollara og stundum næringarríkara innihaldi.  Ég reyni nú samt að gera þetta ekki að vondri hollustu 😉  Svo þar sem ég baka ekki mikið þá þori ég ekki alveg að skipta út öllu hveitinu fyrir möndlumjöl en það er kannski ekkert mál – mín bragðaðist vel.

IMG_1265

 • 250 gr hveiti
 • 130 gr fínn sykur
 • 4 tsk lyftiduft/vínsteinn
 • 1/4 tsk salt
 • 50 gr kókosmjöl
 • 100 gr þurrkuð trönuber
 • 180 ml kókosmjólk
 • 3 msk kókosolía frá NATURES AID (fljótandi og frábær olía)
 • 2 msk bráðið smjör
 • 1 tsk rifinn sítrónu, lime eða appelsínubörkur
 • 1/2 tsk vanilludropar
 • 1 egg
 • Kókosflögur til skreytingar

11026512_10206295277283606_1248781798_n

Hollari útgáfa:

 • 180 gr möndlumjöl
 • 70 gr hveiti
 • 130 gr Xylitol (sykurlaus sykur)
 • 4 tsk lyftiduft/vínsteinn
 • 1/4 tsk salt
 • 50 gr kókosmjöl
 • 100 gr þurrkuð trönuber
 • 180 ml kókosmjólk
 • 3 msk kókosolía frá NATURES AID (fljótandi og frábær olía)
 • 1 tsk rifinn sítrónu, lime eða appelsínubörkur
 • 1/2 tsk vanilludropar
 • 1 egg
 • Kókosflögur til skreytingar

IMG_1267

Blanda þurrefnum saman í skál, bæta trönuberjum í og blanda þannig að berin séu ekki klesst saman.  Setja allt (nema kókosflögurnar) saman við og hræra vel (ég notaði hrærivélina) og skipta svo niður í 12 mót. Strá kókosflögum yfir

Bakað á 200 °C í 15-20 mínútur og svo kælt á grind.

Screen Shot 2015-02-25 at 22.09.46

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s