Þorskur með beikoni og rækjum

IMG_1091

Þessi var alveg ekta TTK fiskréttur en Taka Til í Kæli eftir helgar er gríðarlega skemmtilegt og oft er það besti maturinn sem maður gerir.  Okkur fannst þessi samsetning mjög góð og einhvernvegin allt öðruvísi en allt annað sem hefur verið tínt til enda mjög  bragðmikið.  Rest af sunnudagsmorgunmatnum, beikon og rækjur sem þurfti að nota áður en þær yrðu frostþurrkaðar gerði þetta að dýrindismáltíð 😀  Þetta er svo bragðmikið að meðlætið verður að vera einfallt og þá kemur quinoa sterkt inn ásamt grænu salati.

IMG_1083

  • Beikon, saxað
  • 1/2 paprika
  • 3 vorlaukar
  • 1/3 dós chili smurostur
  • 1 dl rjómi
  • rækjur
  • smá gráðostur og rifinn ostur (ef hann er til)
  • 2-3 þorskflök

IMG_1084

IMG_1087

Steikið beikon á pönnu í smá stund, bætið papriku og vorlauk og steikið aðeins lengur. Setjið smurostinn og rjómann og látið bráðna. Raðið fiskbitum ofan á, lækkið hitann, dreifið rækjum yfir, myljið smá gráðost yfir (og setjið aðra rest af osti ef þið eigið – bara ekki of mikið). Lok á og látið malla í ca 10 mínútur áður en borið er fram.   Meðlæti er einfallt: quinoa og grænt salat.

Bon appetit 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s