Bobotie frá S-Afríku og turmerik hrísgrjón

Fékk svo hrikalega góðan mat hjá vinum mínum Barböru og Halla um daginn að ég verð hreinlega að deila þessu með alþjóð 😀  Barbara er frá S-Afríku og kann ýmislegt áhugavert í matargerð. Hún var með S-Afrískan hakkrétt sem kallast Bobotie og er hann til í ýmsum útfærslum. Þessi útfærsla var algjör snilld og nú er ég búin að gera hana sjálf til að prófa og vá maður minn hvað þetta er góður matur.   Ofur gott bragð sem fær mann til að borða meira og meira og meira…… 😛  Réttin má líka finna hér á vefnum hjá BBC

IMG_0996_2

 

Bobotie

 • 2 brauðsneiðar bleyttar upp í mjólk (eða vatni)
 • 2 laukar, saxaðir
 • 25 gr smjör til steikingar
 • 3 hvítlauksrif, marin
 • 1 kg gott nautahakk
 • 2 msk madras curry paste – eða t.d. grænt curry paste
 • 1 tsk þurrkaðar kryddjurtir (ég var með blandaðar villijurtir)
 • 3 negulnaglar ( ca 1/2 tsk negul)
 • 5 ber allrahanda ( ca 1 tsk duft)
 • 2 msk mango chutney
 • 3 msk rúsínur
 • 6 lárviðarlauf
 • salt og nýmalaður pipar

IMG_0993_2IMG_0994_2

Ofaná:

 • 300 ml nýmjólk
 • 2 stór egg

 Hitið ofninn í 180 °C.  Steikið laukinn í smjöri við vægan hita þar til hann er mjúkur. Bætið hvítlauk og kjöti saman við og steikið – passa að hræra vel þannig að kjötið verði „smátt og laust“. Setjið curry paste, krydd, cutney, rúsínur og 2 lárviðarlauf ásamt 1 tsk salti og fullt af nýmöluðum svörtum pipar.

Látið malla í 10 mínútur undir loki.  Kreistið vökvann úr brauðinu og blandið við kjötið. Setjið í eldfast mót og þjappið – þetta má allt gera fyrirfram og geyma í allt að sólahring til að flýta fyrir en þegar kemur að því að elda er mjólkin og eggin pískað saman og hellt yfir áður en það er sett í ofninn. Setjið lárviðarlaufin 4 ofan á og bakið í 40 mínútur eða þar til það fer að koma gullinn litur ofan á.

Hrísgrjón, salat og mangó chutney er gott með.  Ég fann þessa flottu uppskrift af basmati kryddgrjónum og læt hana fylgja hér en það er eiginlega of auðvelt að útbúa þau.  Hvítu grjónin fara samt ekki voða vel í mig svo næst ætla ég að nota quinoa 😉

Turmerik basmati hrísgrjon

 • 350 gr basmati hrísgrjón
 • 50 gr smjör
 • 1 sléttfull tsk flórsykur (ég var með kókospálmasykur….)
 • 1 tsk kanill
 • 1 tsk kardamommuduft
 • 1 tsk turmerik
 • 5 msk rúsínur (ég sleppti þeim þar sem rúsínur falla ekki alltaf í kramið hjá fólki)
 • 500 ml vatn
 • 1 tsk salt

Allt sett í pott, hitað að suðu, hrært á meðan og látið svo malla undir loki í 6 mínútur. Takið af hitanum og látið lokið vera á í 5-10 mín. Hrærið í og hellið í skál.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s