Hummus með turmerik

IMG_0781_2

Elda stundum kjúklingabaunir og ákveð í framhaldinu hvað á að gera við þær: hummus, súpa, buff……   en nú varð hummus fyrir valinu og það var svo agalega gott að ég ætla að skella því hér inn á bankann minn.

Kjúklingabaunir eru gríðarlega hollar og ekki síst fyrir þá sem stunda mikla hreyfingu þar sem þær (eins og flestar aðrar baunir) eru mjög prótein og trefjaríkar.  Kjúklingabaunir eru einnig góð uppspretta ýmissa bætiefna og má helst nefna kalk, magnesíum, fólat, A vítamín og kólín en það er líka töluvert af öðrum steinefnum og svo eru góðar fitusýrur þarna í einhverju magni.       Það góða við baunir er svo að þær eru tiltölulega hitaeiningasnauðar en gefa mjög góða fyllingu og næra kroppinn vel.    Passa bara vel að láta þær liggja nógu lengi í vatni áður en þær eru soðnar því það minnkar líkurnar á því að við fyllumst af lofti.  Ekki gaman að vera prumpandi í tíma og ótíma 😉

Eftirfarandi er einfaldlega skellt í matvinnsluvél:

  • 250-280 gr soðnar kjúklingabaunir
  • 6 msk ólífuolía (ég notaði olíu með basilikku sem kom mjög vel út)
  • 1/2 dl vatn
  • 2 msk Tahini
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • 2 cm ferskt túrmerik
  • 2 hvítlauksrif
  • sjávarsalt og svartur pipar
  • 1/2 tsk cumin (broddkúmen)

Smakkið svo bara til með salti, pipar og sítrónu.  Hægt að þynna að vild en passa að þetta á ekki að vera þunnt.

Ýmislegt má svo nota til að bragðbæta og breyta.  Kryddjurtir eru góðar og er steinselja afar passandi í hummus sem og pínu chili.

Þetta er fullkomið álegg á kex og brauð og einnig sem ídýfa.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s