Linsubauna og grænmetissúpa með indverskum keim

IMG_0784_2

 

Fyrir löngu setti ég hér inn uppskrift af fljótlegri linsubaunasúpu en þarna er á ferðinni matur sem auðvelt er að elda, hollur og það er hægt að hafa hvaða bragð sem er því rauðu linsurnar eru svo að segja bragðlausar.  Svo má borða alveg fullt af þessu með góðri samvisku því þetta er prótein- og trefjarík hollusta sem inniheldur fáar hitaeiningar, 1 bolli af soðnum linsum inniheldur ekki nema 260 kaloríur og það mjög hollum kaloríum 😉 .

Núna var ég að taka til í skápunum og fann rauðar linsur í poka sem ég ákvað að henda bara pott og finna eitthvað til að búa til.   Langaði í eitthvað indverskt og úr varð þessi frábæra súpa.  Það er rosalega gott að henda þessu öllu í pott, láta sjóða í 15-20 mínútur og svo má hún standa allan daginn eða fram á næsta dag, hún verður bara betri.  Ef það á að borða hana strax, þá mæli ég með því að hún sé látin malla í allt að 40 mínútur.

Þessi uppskrift dugaði fyrir 2 fullorðna hjá mér þannig að það má alveg gera meira og frysta!

 • 1 bolli rauðar linsur, skola á sigti
 • 2-3 hvítlauksrif, sneidd
 • 1 grænn chili, fræhreinsaður
 • 2-3 cm engiferrót, rifin
 • 1 laukur, þunnt sneiddur/skorinn
 • 2 tómatar í bitum
 • 2 msk kókosolía eða önnur hitaþolin
 • 1,5 tsk cuminfræ (broddkúmen)
 • 1/2 tsk paprika
 • 1/2 tsk turmerik
 • Flögusalt (ekki vera spar á það)
 • smá svartur pipar

Linsur, hvítlaukur, laukur, chili, engifer  og  tómatar settir í pott og vatn þannig að það fljóti yfir allt. Náið upp suðu og látið malla í 40 mínútur (eða mun styttra og leifa henni að standa lengi – sem mér finnst betra).

Steikið cuminfræin í olíunni þar til þau fara að poppast, takið af hitanum hrærið papriku og turmerik saman við og hellið öllu í súpuna. Saltið og piprið og svo er gott að setja svona 1/4 tsk cayennepipar.  Bara ekki vera spar á saltið, það gerir alveg gæfumuninn 😉
Skellið töfrasprota í þetta og maukið, berið fram með sítrónusafa (sem er alveg nauðsynlegt) og söxuðum kóríander ef vill.

Þetta er bragðgóð og saðsöm súpa og ekki nauðsynlegt að hafa eitthvað með henni að mínu mati.

 

Logo[3]

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Linsubauna og grænmetissúpa með indverskum keim

 1. Bakvísun: Dahl – linsubaunasúpa með kókosmjólk og kóríander | Hrönn Hjálmars

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s