Súrdeigsbrauð -frá grunni

Screen Shot 2015-01-12 at 10.50.04

Súrdeigsbrauð fara betur í magan á mörgum þar sem súrdeigið er notað í staðin fyrir ger eða lyftiduft í bauð.  Það er ekki mikið mál að búa til sinn eigin geril og eiga í krukku í ísskápnum en mér dettur stundum í hug að þetta sé „lítið dýr“ sem býr í ísskápnum sem þarf að fóðra í hvert skipti sem ég tek af því og set í brauð 🙂   Best er svo að leyfa súrdeigsbrauðum að hefast í 10-12 klukkustundir.

Það tekur 6 daga að búa til gerilinn en eftir það er hægt að gera sér nýtt brauð daglega ef því er að skipta.  Reyndar þarf ekki nema 3-5 mínútur á degi hverjum þannig að það ætti ekki að vera neinum óyfirstíganlegt 😉

Það þarf að hugsa vel um súrdegið. Ef deigið er notað 2 sinnum í viku er óhætt að geyma það við stofuhita en annars er mælt með að geyma það í ísskáp.  Hægt er að geyma það óhreyft í ísskápnum í u.þ.b. 3 vikur.  Nota þarf 200 gr af súrdeigi í eitt brauð og í hvert skipti sem tekið er af deiginu verður að fóðra það. Mikilvægt er að þrífa súrdeigskrukkuna öðru hverju, t.d. einu sinni í mánuði.

Brauðið er svo bakað við háan hita þannig að þau verða örlítið eins og eldbökuð brauð. Hægt er að kanna hvort brauðin eru tilbúin með því að banka ofan á skorpuna og ef holt hljóð heyrist þá er brauðið bakað.  Brauðin lyfta sér mest ef notað er hvítt hveiti eða fínmalað spelt. Ef notað er gróft spelt þá verður brauðið þéttara.

Dagur 1

 • 4 msk kalt vatn
 • 2 kúfaðar tsk rúgmjöl
 • 2 kúfaðar tsk spelt (eða hveiti fyrir þá sem það vilja)
 • 2 kúfaðar tsk rúsínur
 • 2 kúfaðar tsk AB-mjólk

Hrærið öllum hráefnum saman í krukku (sem rúmar amk 1/2 líter) og er hægt að loka. Látið standa í 24 klst við stofuhita

Screen Shot 2015-01-13 at 10.49.01

Dagur 2

 • 4 msk kalt vatn
 • 2 kúfaðar tsk rúgmjöl
 • 2 kúfaðar tsk spelt (eða hveiti)

Hrærið vatnið út í súrdeigið og því næst mjölinu. Lokið krukkunni og látið standa í 24 tíma við stofuhita

Dagur 3

 • 100 ml kalt vatn
 • 4 kúfaðar tsk spelt/hveiti
 • 2 kúfaðar tsk rúgmjöl

Hrærið vatninu og því næst mjölinu saman við. Lokið og látið standa í 24 tíma við stofuhita

Dagur 4

Nú ætti eitthvað að vera að gerast í súrdeiginu, e.t.v. örlitlar loftbólur en þið finnið ekki súra lykt samt. Takið núna 3/4 af deiginu og hendið, gott er að vigta heildina til að finna út magnið.  Hellið afgangnum aftur í krukkuna gegnum sigti til að losna við rúsínurnar. Bætið útí vatni og svo mjöli:

 • 100 ml kalt vatn
 • 125 gr spelt/hveiti

Á þessum tímapunkti væri hægt að margfalda framleiðsluna eða gefa öðrum blöndu úr því sem verið er að henda 😉

Dagur 5

Takið 3/4 af deiginu og hendið því. Hrærið vatni og mjöli saman við eins og áður:

 • 100 ml kalt vatn
 • 125 gr spelt/hveiti

Lokið sett á krukkuna og látið standa í 24 tíma við stofuhita  – SVO ER BLANDAN TILBÚIN!

Þegar þessi blanda er sett út í deigið á maður að vera aðeins örlátari á mjölið frekar en vatnið því annars er hætta á að gerjunin í súrdeiginu komi hratt upp en falli aftur niður.

Dagur 6

Nú er blandan tilbúin til notkunar.  Maður tekur 200 gr af súrdeigi í brauðgerðina og svo  hvert skipti sem tekið er af súrdeiginu þá þarf að fóðra það með

 • 100 ml kalt vatn
 • 125 gr spelt/hveiti

Blandan er svo aftur sett í ísskápinn og geymd þar til kemur að næstu brauðgerð. Lyktin af deiginu verður sterkari eftir því sem á líður.  Ef þú ert að baka brauð oftar en tvisvar í viku, þá er óhætt að geyma krukkuna með „nýja heilmilisdýrinu“ við stofuhita.

Súrdeigsbrauð

 • 200 gr súrdeig
 • 1/2-1 msk salt
 • 4 dl vatn
 • 500 gr fínt (sigtað) spelt/hveiti
 • 50 gr fræ

Blandið saman súrdeigi og vatni í stóra skál. Setjið því næst spelt/hveiti og salt saman við. Gott er að setja 50 gr af fræjum saman við, t.d. hörfræ, sesamfræ eða sólblómafræ. Deigið er blauð og því best að hræra þessu saman með sleif.  Setjið plastfilmu yfir skálina og látið deigið hefast í 10-12 klst, t.d. yfir nótt eða frá morgni til kvölds. Brauðið er sett í smurt form, annað hvort ílangt brauðform eða annað eldfast mót. Gott er að setja birki- eða sesamfræ ofan á brauðið.  EKKI hræra deigið eftir að það er búið að hefa sig, notið sleikju og setjið beint í bökunarformið.

Bakið við 220 °C í 40 mínútur.

Svo er bara að prófa sig áfram með viðbótarefnin. Ég hef oft sett mun meira af fræjum saman við, finnst t.d. hörfræbrauð með ristuðum sesamfræjum mjög gott. Svo má skipta út fræjum fyrir ólífur eða sólþurrkaða tómata, fetaost, hnetur eða hvað sem hugurinn girnist 🙂      MUNA BARA að fóðra súrdeigið 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s