Mazekúlur með spirulina

IMG_0621

Ég setti fyrir töluverðu síðan uppskrift af þessu hollustunammi en þessar kúlur bragðast afar vel og það er ekki lengi gert að skella í eina litla uppskrift 😉  Núna er ég aðeins búin að betrumbæta uppskriftina og gera hollari, þrátt fyrir að hafa ekki slakað á kröfum um gott bragð.   Ég bætti við bæði hreinu spirulinadufti og smávegis af lífrænu hnetusmjöri með chili og vá hvað það tókst vel.  Spirulinaduftið gerir kúlurnar ansi dökkar og því þjóðráð að velta þeim uppúr kókosmjöli (fínt röspuðum).
Ætla ekki að fara nánar útí hollustu á innihaldsefnunum því við vitum hvað þetta er allt hollt 😉

IMG_1963

 • 1 kúfaður bolli hafrar, ekki of grófir
 • 1/2 bolli möndlusmjör
 • 1 kúfuð msk Biona hnetusmjör með chili
 • 2 msk kókosolía
 • 1-2 msk hlynsýróp
 • 2 msk chia fræ
 • 1 msk hampfræ
 • 1 msk sólblómafræ
 • 1-2 msk gojiber
 • 1/3 tsk gott salt
 • 1/2-1 tsk kanill
 • 1 kúfull tsk spirulina
 • kókos til að hjúpa

 

 

 

 

Hræra þurrefnunum saman og svo restinni bætt út í og blandað vel. Gera litlar kúlur, velta uppúr kókosmjöli og skella í kæli í ca hálftíma áður en þær eru borðaðar. Geyma svo í ísskápnum ef maður ætlar ekki að klára allt strax 😛

IMG_0622

Ef þetta er of blautt, þá má bæta höfrum í eða bara hverju sem manni dettur í hug. Um að gera að breyta og bæta fræjum eftir smekk.  Til að hressa aðeins uppá litinn þá setti ég gojiber saman við, en það sem gleður augað, gleður munnin oft meira 😀

IMG_0619

Logo[3]

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s