Gamaldags jólaís og karamellusósan hennar ömmu

Screen Shot 2014-04-16 at 09.05.32

Þetta er árlegt á þessu heimili og klikkar aldrei 😉

Ég geri aðallega vanilluís sem er borinn fram með karamellusósunni (sem er gamaldags líka að sjálfsögðu) en núna gerði ég aðra uppskrift, sleppti vanilludropunum,  skipti í tvennt og gerði karamelluís annars vegar og kókosís hins vegar.

  • 1/2 lítri rjómi, stífþeyttur
  • 3 egg
  • 2 msk sykur
  • 1 tsk Vanilludropar

Stífþeyta egg og sykur, blanda svo saman eggjaþeyting, vanillu og rjómanum með sleif. Setja í hentugt form/skál/fat og frysta.

Ég notaði eingöngu 2 dropa af steviu með English toffee til að fá mildan karamelluís og í kókosísinn fóru 2 dropar af steviu með kókos ásamt 2 msk af kókosmjöli.

Gott er að kaupa lítil „jólaköku“ álform til að setja í og frysta.

Takið ísinn út amk 30 mín. áður en á að borða hann og leyfið honum að mýkjast örlítið en hann er frekar þéttur í sér og harður.  Svo er bara að finna sér uppáhalds meðlætið. Samt er ísinn svo góður að það þarf eiginlega ekki neitt 😉

IMG_5928

Karamellusósan hennar ömmu:

  •  100 gr sykur bræddur á pönnu
  • 1,5 dl volgt vatn
  • 2 dl þeyttur rjómi

Þegar sykurinn er bræddur (ekki hafa of mikinn hita) er volga vatninu helt útá og sykurinn leystur upp.  Þetta er svo kælt og hrært saman við þeyttan rjóma þegar kemur að framreiðslu. Þetta vill skilja sig svolítið þannig að þá er bara að hafa skeið í og hræra reglulega 😉
Þessa má gera fyrirfram og geyma bara sykurbráðina í ísskáp (í einhverja daga), svo er bara að þeyta rjóma rétt áður en borðað er.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s