Texmex nautakjötsvefjur með chipotle sósu


   IMG_0123

Í þennan rétt er tilvalið að nota afganga en ég var með rest af innra læri (sem var sunnudagssteik) sem ég tók og skar í litla strimla.  Ég bjó til salat og blandaði svo þessa líka geggjuðu dressingu sem passaði fullkomlega í þessa máltíð.  Steikti kjötstrimlana og kryddaði, hitaði tortillas með smá osti og bar fram með salsasósu.

IMG_0120

Salat:

 • Spínat, skorið niður
 • 1/3 gúrka, skorin fínt niður
 • Tómatar (eftir smekk), smátt skornir
 • 1 lúka ferskt kóríander, saxað
 • 1 avocado í litlum bitum
 • 1/2 lime, bara safinn

Kreista limesafann yfir avocadobitana áður ein þeim er blandað í salatið.

 

Chipotlesósa:

IMG_0113

 • 1 dós sýrður rjómi (24%)  (eða t.d. blanda af sýrðum og grískri jógúrt)
 • 2 msk rauðlaukur, smátt saxaður
 • 2-3 msk chipotle mauk (eftir chili-þoli)
 • 1 tsk sítrónusafi
 • 2 tsk hlynsýróp

Öllu blandað og látið standa aðeins. Blanda svo hluta af sósunni við salatið áður en það er borið fram.

IMG_0121

Nautastrimlarnir steiktir í góðri olíu og kryddaðir með salti, pipar, cumin, töfrakryddi og paprikukryddi

IMG_0124

 

Ég set smá ost á tortillakökurnar og hita á pönnu (eða örbylgju) og svo er bara að raða í:
kjöt-salatblanda-salsa-meiri chipotlesósa……      og borðað 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s