Kelpnúðlusalat með döðlum og kóríander

IMG_0062

Afrekaði loksins að prófa sjálf að búa eitthvað til úr Kelpnúðlum og eins gott að ég dreif í því !   Hef greinilega farið á mis við eitthvað sem hentar mér fullkomlega, bæði hvað varðar undirbúingstíma og bragð en þar sem þær eru bragðlausar er hugmyndafluginu engin takmörk sett 😉 .  Fór um víðan völl á netinu og sauð svo saman í eina uppskrift sem tókst svona líka vel að mínu mati.

IMG_0060

 • 1 pk Kelpnúðlur
 • 1 væn gulrót, í fínum strimlum
 • 2 vorlaukar, fínt sneiddir
 • 1 lúka af fersku kóríander, saxað
 • 6-8 döðlur, skornar í litla bita

Sósa:

 • 2 msk möndlusmjör
 • 1 msk tahini (eða sleppa því og bæta 1 msk af möndlusmjöri)
 • 5-6 sneiðar af jalapeno (chili) úr krukku  – eða 1/2 rauður chili, fræhreinsaður
 • 1/8 af lauk
 • 1 hvítlauksgeiri
 • safi úr 1 lime
 • 1/4 bolli vatn
 • 1 msk sesamfræ
 • 1 msk Tamari sósa
 • 1 tsk hunang
 • 1/2 tsk salt

Núðlurnar eru skolaðar vel og klipptar niður. Láta renna af þeim og setja í skál. Setja allt hráefnið í sósunni í matvinnsluvél og blanda vel.  Hella þessu yfir núðlurnar, setja megnið af kóríander og döðlum saman við og blanda þessu saman. Gulrót, vorlaukur, rest af döðlum og kóríander dreift yfir og borið fram.

IMG_0058

Það er ekki nóg með að þetta sé fjótlegt, heldur sannkallaður skyndibiti í og það meinhollur 😉

!  Kelpnúðlur eru búnar til úr þara, vatni og bindiefni og því ekkert nema hollusta. Þær eru hitaeiningasnauðar að mestu.

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s