Graskerssúpa með hvítlauksristuðu beikoni og gráðostabitum

IMG_9988

 

Það er erfitt að breyta útaf vananum stundum en núna fannst mér ég verða að breyta. Ég er búin að vera svo lengi föst í einni uppskrift af graskerssúpu að það var erfitt að komast út úr þeim „gjörningi“.  Eftir slatta af vafri á netinu varð þessi samsuða til og ég get svarið það að þetta varð ein af þeim bestu sem ég hef gert.  Við borðuðum yfir okkur og það gerðu gestirnir (tilraunadýrin) líka 🙂

 

 • ca 800 gr grasker (Butternut eða Hokkaido)
 • 1 laukar
 • 3 hvítlauksrif
 • 2 meðalstórar kartöflur (flysjaðar)
 • kjúklingasoð
 • 1/2-1  msk karrý (fer aðeins eftir styrkleika)
 • 1 tsk turmerik
 • 1/2 tsk svartur pipar
 • 1/2 tsk múskat
 • flögusalt
 • 1-3 dl rjómi – eftir smekk!
 • 200 gr beikon
 • 2-3 hvítlauksrif
 • gráðostur

Skerið graskerið í sundur og skafið með skeið (eða notið hníf) innan úr. Ég hendi nú bara fræjunum en sumir rista þau veit ég.  Ég tek ysta lagið af á butternut en ef ég er með fallegt hokkaido grasker þá þríf ég það bara vel og sleppi því að „flysja“ það.

Bútið/brytjið allt grænmetið niður og setjið í pott. Hellið kjúklingasoði þannig að það fljóti yfir grænmetið og kryddið.  Sjóðið þetta í ca 20 mínútur eða þar til allt er orðið mjúkt, kælið lítillega og skellið svo öllu í blandara. Það er hægt að setja töfrasprotann í pottinn en mér finnst það ekki verða eins fínt, nema að sprotinn minn sé svona slappur…!

Setjið allt aftur í pottinn, bætið rjóma samanvið og hitið. Smakkið til með salti, krafti og pipar.

Á meðan grænmetið sýður skerið þið beikonið niður í litla bita. Setjið á heita pönnu ásamt mörðum hvítlauknum og steikið vel.  Setjið á eldhúspappír og látið fituna renna af.  Þetta er svo sett í skál ogborið fram með súpunni ásamt rifnum/muldum gráðosti.

Gott brauð er passandi og jafnvel einn ískaldur til hátíðarbrigða 🙂

IMG_9986

IMG_9988

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Graskerssúpa með hvítlauksristuðu beikoni og gráðostabitum

 1. Kannski er thad bara della i mer, en mer finnst 1/2 ltr af rjoma rosalega mikid………..held eg hafi bara notad svolitid af rjoma sidast thegar eg gerdi thessa supu……..en hun
  er aedislega god 🙂

  • Hæ hæ heyrðu það er alveg rétt hjá þér!!! Ég notaði smá slettu núna þannig að þetta verður lagað hið snarasta 🙂
   Ég bjó eiginlega til grunn af graskerssúpu núna og það var svo mikið að ég gerði þessa útgáfu úr helmingnum og frysti rest, get valið hvað verður úr henni en bara með dós af kókosmjólk, smá cayennepipar og sítrónusafa er hún orðin að austurlenskri veilsu ;P

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s