Fiskibollur, gamaldags en nútímalegar

IMG_9972 

Mér hefur gengið svona ágætlega að gera fiskibollur gegnum tíðina en erfiðast hefur kannski verið að hafa rétta áferð á þeim.   Núna tókst mér sérlega vel upp og ég ákvað því að bæta þeim hér í uppskriftabankann minn.   Þetta er nú eiginlega bara gamla góða uppskriftin en ég hef breytt kryddunum og sleppi öllu mjöli nema kartöflumjöli.  Þetta sló í gegn hjá fjölskyldunni og þetta er sko matur sem hægt er að bera fram á marga mismunandi vegu.

 • Fiskibollur:
 • 1,5 kg þorskur
 • 2 laukar
 • 1 hvítlaukur (heill)
 • 3 msk fljót. Kókosolía
 • 2 msk maldon
 • 2,5 tsk hvítur pipar
 • 1 msk turmerik
 • 2-3 tsk Best a allt
 • 2 egg
 • 7 msk kartöflumjöl
 • Ca 3 dl mjólk

Hakka fisk og lauk en það er gott að kreista fiskinn aðeins áður til að minnka vökvamagnið í honum. Allt nema mjólk hrært vel í hrærivél og svo er henni bætt saman við smátt og smátt.  Það þarf að hræra þó nokkra stund til að fá áferðina betri en svo verður maður bara að fara eftir tilfinningunni varðandi þykktina, mjólkurmagnið fer aðeins eftir því hversu mikill vökvi kemur frá fiskinum.   Um að gera að smakka líka til að tryggja að það sé nóg krydd. Æfingin skapar meistarann  🙂

Steikja bollurnar á vel heitri pönnu í smjöri (með pínu olíu svo það brenni ekki).   Ég set þær svo í pott með smá vatni og sýð í 2-3 mínútur.  Nota soðið í sósu.

Krakkarnir borðuðu bollurnar með soðnum kartöflum og brúnni sósu -eða tómatsósu  (sem klikkar aldrei) en mér fannst hrikalega gott að vera með ferskt salat með balsamik ediki og nýja sinnepinu sem ég keypti en það er með karrý og kókos 😉

IMG_9973

 

Verð samt að segja frá því að þegar ég á hráefni í uppáhalds fiskibollusósuna þá geri ég hana að sjálfsögðu. Fljótgerð og fyrir þá sem fíla kókos, kóríander, engifer, hvítlauk og annað í þeim dúr  þá breytist þessi hversdagsréttur í sannkallaðan hátíðarmat 🙂  Borið fram með sætum kartöflum og jafnvel soðnu brokkolí mmmmmm!

 

Hræra veeel og lengi

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Fiskibollur, gamaldags en nútímalegar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s