Súkkalaðihúðaðir piparmintudropar

IMG_9779

Þetta nammi  setur bragðlaukana á fullt hjá mér, enda stoppar það afar stutt við í frystinum 😛  Ég fann uppskriftina á vefsíðunni Food Matters „you are what you eat“.

Litlar mintur hjúpaðar í dökku súkkulaði. Þessi uppskrift er holl og næringarrík en eins og alltaf, allt er gott í hófi 😉  Uppistaðan er cashew hnetur og kókos sem er afskaplega gott fyrir húðina okkar og gefur okkur sterkar neglur.

 

Mintudropar

 • 1/3 bolli kókos (kurl eða flögur)
 • 1/3 bolli cashew hnetur
 • 1-2 msk kókosolía, fljótandi
 • 2-3 msk hlynsýróp, hunang eða agave
 • 1 tsk piparmintudropar (ég notaði ca 16 dropa og fannst það nóg, )
 • ögn af salti

 

Súkkulaðihjúpur

 • 1-2 msk kókosolía, fljótandi
 • 1/3 bolli kakó
 • 4-5 msk hlynsýróp, hunang eða agave (ég notaði hunang og fannst þetta of þykkt, nota hlynsýróp næst)
 • ögn af salti
 • 1/4 tsk kanill og cayenne

 

Blandið öllum innihaldsefnum í mintudropana vel saman í matvinnsluvél.  Setjið ca 1/2 tsk á bökunarplötu (á smjörpappír) og fletjið aðeins út ef þarf. Setja í frost í amk 30 mín.

Blandið öllu í súkkulaðihjúpinn vel saman og dýfið mintudropunum í.  Geymið í frysti.

 

Mér fannst þetta svolítið drullumall en ætla næst að hafa súkkulaðihúpinn þynnri og sjá hvort það verður ekki auðveldara að klæða dropana í súkkulaðibúning 😀

IMG_9777

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s