Gómsæt lambahjörtu

IMG_9889

Hér er algjör veislumatur á ferð, auðveldur í framkvæmd og  hann hentar allri fjölskyldunni.  Ekki skemmir að hann ætti nánast að falla undir hin umtöluðu neysluviðmið hvað varðar kostnað 😉

 • 1 kg lambahjörtu, fituhreinsuð og skorin í bita (frekar litla munnbita)
 • 4 msk smjör
 • 1 laukur
 • 3 hvítlauksrif
 • 2-3 gulrætur
 • 1 sellerístilkur
 • 1 ltr vatn
 • 1 tsk timian
 • 1,5 tsk oregano
 • 1 tsk paprikuduft
 • salt & pipar
 • 3 lárviðarlauf
 • 8 þurrkuð einiber og 1/2 tsk kóríanderkorn (má sleppa en það er best að geta haft þetta í íláti/neti sem má sjóða með og taka svo uppúr)
 • 2-3 dl rjómi
 • 1 tsk kjúklingakraftur og nokkrir dropar tabascosósa
 • 3-4 msk chilisósa frá Heinz (má sleppa en hún gefur skemmtilega skerpu)

Steikið kjötið í smjörinu. Þegar steikingin er komin vel af stað bætið þið grænmetinu samanvið og steikið aðeins lengur. Setjið vatn og krydd, koma upp suðu og láta malla í rúml. 1 klst.  Bætið rjóma saman við og smakkið til með krafti, tabasco, salti og pipar. Setjið Heinz sósuna og þykkið í lokin.  Sósulitur er nauðsynlegur finnst mér til að fá fallegan lit á þetta 🙂

IMG_9885

IMG_9887

 

 

Hér var bara gerð alvöru kartöflumús með og það látið duga: Soðnar kartöflur stappaðar, mjólk, smjör og salt.

IMG_9900

IMG_9883

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s