Orkubitar

IMG_9860

Hvað er betra en hollt nammi ?   Þessi uppskrift kemur frá henni Sollu á Gló en hún gerði þetta í sjónvarpsþætti einhverntíman og það sem mér finnst best er að innihaldið getur verið breytilegt eftir smekk hvers og eins. Þetta er kannski pínu langur listi en í raun ekki flókið.  Segja má að þetta sé samtals 5 bollar af „einhverju“ blandað saman í vökvann.  Fræ eru eitt af því sem náttúran hefur gefið okkur og þrátt fyrir smæð, þá eru þau troðfull af góðri næringu eins og próteini, trefjum, járni, vítamínum og fitusýrum. Við ættum að hafa fræ með á matseðlinum alla daga

Ég vil undirstrika að það má vera að það sé dýrt að kaupa í þessa uppskrift en þegar allt hráefnið er komið í hús þá er hægt að gera margar svona uppskriftir úr því, nú eða eitthvað annað bara 🙂

 

 • 1⁄2 b kókospálmasykur
 • 1/2 b tahini
 • 
1/4 b kókosolía
 • 
1/4 b kakósmjör
 • 1 tsk vanilla

Brætt saman í potti á lágum hita.

 • 1 b graskerjafræ
 • 1 b sólblómafræ
 • 1/2 b mórber
 • 1/2 b aprikósur
 • 1/2 b gojiber
 • 1/2 b kókosmjöl
 • 1/4 b sesamfræ
 • 1/4 b kakónibbur
 • 1/4 b hampfræ
 • 1 msk kakó
 • 1tsk 
ashwagandha 
(má sleppa en ef ég á, þá set ég t.d. lucuma eða/og macaduft)
 • smá salt

Öllu blandað saman í skál, vökvanum blandað vel samanvið og þessu svo þjappað/dreift á bökunarplötu (klædd smjörpappír).  Skerið strax í teninga (best að þrýsta góðum hníf gegnum þetta) og setjið svo í frysti í 30 mín. a.m.k.   Takið út og brjótið niður í box og geymið í frysti.

Þetta borðar maður svo bara beint úr frystinum.  Frábær, holl og bragðgóð orka þarna á ferð og allt í lagi ef manni langar í annan bita, bara fá sér 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s