Hamingjusamur kjúlli með hollum frönskum og ananassósu

IMG_9723

Um síðustu helgi prófaði ég nýju vistvænu, hamingjusömu kjúllana frá Litlu gulu hænunni og var ekki svikin. Bústin og falleg og að afþýðingu lokinni kom nánast enginn vökvi, afskurðir voru engir heldur.

Langaði nú bara í venjulegan grillaðan kjúlla svo ég nuddaði olíu á hann og kryddaði með sítrónupipar og kjúklingakryddi frá Pottagöldrum. Tíndi til smotterí úr ísskápnum og setti í kring. Soðið sem kom af dýrinu við eldun varð alveg himneskt og örugglega gott að þykkja það aðeins og bera fram með eða nota í sósu.  Svo gerði þær bestu heimagerðu franskar sem við höfum fengið og var með „gamaldags“ ananassósu sem kemur frá mömmu minni. Mér skilst að þessi sósa sé ekki algeng og að það þær fjölskyldur sem hafa gert hana með kjúllanum séu nánast teljandi á annari hendi. Þori nú ekki að fullyrða um það en svona er sagan 🙂

IMG_9717

 

 • 1 heill kjúklingur
 • ólífuolía, sítrónupipar og kjúklingakrydd frá Pottagöldrum
 • 1/2 laukur í bitum
 • 1/2 lime í bátum
 • 1 gulrót í bitum
 • 5 hvítlauksrif, skorin í tvennt
 • fersk steinselja, nokkrir stilkar

Allt sett í eldfast mót og í ofninn í rúman klukkutíma á 190 °C. Fer samt eftir stærð

IMG_9719

Franskar kartöflur

 • 4 stórar kartöflur, skornar í strimla (eins og franskar)
 • 2-3 msk ólífuolía
 • salt og krydd (ég notaði Eðal kjúklingakrydd)

Þrífa kartöflurnar vel og leyfa hýðinu að fylgja. Skera niður og skola mjög vel í köldu vatni, leyfa þeim svo að liggja í vatni í ca 1 klukkutíma – skola vel og þerra.  Dreypa olíu yfir og krydda, nudda þessu vel á og dreifa úr á bökunarplötu. Baka á 230-240 °C  í 30-40 mín. Hræra í 2-3 sinnum.

Sterkja í kartöflum eru (flókin) kolvetni og ástæðan fyrir því að þær hafa háan blóðsykurstuðul (Glycemic Index). Þetta getur verið slæmt fyrir fólk sem þjáist af sykursýki eða er með of háan blóðþrýsting en með því að skola þær vel og leggja í vatn, losum við sterkjuna úr að hluta og lækkum þannig blóðsykurstuðulinn.  Sumum finnst þetta óþarfi og þá er bara að sleppa því að skola en það var eitthvað við þessa aðferð samt sem gerði frönskurnar alveg rosalega góðar og krakkarnir fullyrtu að þetta væru bestu franskar sem þau hefðu fengið 🙂

 

IMG_9720

 

Ananassósa með grilluðum kjúkling

Ég er ekki með hlutföllin en  finnst passa að nota 1 litla dós af ananas í sósuna.

 • 1/4-1/3 laukur, smátt saxaður
 • 1-2 msk smörvi/olía
 • 2 msk hveiti (til að þykkja)
 • 1 lítil ananasdós
 • rjómi & vatn
 • tómatsósa
 • 1/4 tsk karrý
 • 1 tsk dijon sinnep
 • salt og pipar

Laukurinn mýktur í smörinu, strá 1/4 tsk karrý yfir,  hveiti sett saman við og sósan bökuð upp með ananassafa, rjóma og vatni. Bæta smá tómatsósu og sinnepi í, saxa ananasinn og setja útí.  Smakka til með salti og pipar, kannski smá sósum en ALLS EKKI setja kraft – það eyðileggur hana 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s