Franskar kartöflur

IMG_9720

 

Allt er best sem er heimagert 😉

  • 4 stórar kartöflur, skornar í strimla (eins og franskar)
  • 2-3 msk ólífuolía
  • salt og krydd (ég notaði Eðal kjúklingakrydd)

Þrífa kartöflurnar vel og leyfa hýðinu að fylgja. Skera niður og skola mjög vel í köldu vatni, leyfa þeim svo að liggja í vatni í ca 1 klukkutíma – skola vel og þerra.  Dreypa olíu yfir og krydda, nudda þessu vel á og dreifa úr á bökunarplötu. Baka á 230-240 °C  í 30-40 mín. Hræra í 2-3 sinnum.

Sterkja í kartöflum eru (flókin) kolvetni og ástæðan fyrir því að þær hafa háan blóðsykurstuðul (Glycemic Index). Þetta getur verið slæmt fyrir fólk sem þjáist af sykursýki eða er með of háan blóðþrýsting en með því að skola þær vel og leggja í vatn, losum við sterkjuna úr að hluta og lækkum þannig blóðsykurstuðulinn.  Sumum finnst þetta óþarfi og þá er bara að sleppa því að skola en það var eitthvað við þessa aðferð samt sem gerði „frönskurnar“ alveg rosalega góðar og krakkarnir fullyrtu að þetta væru þær bestu sem þau hefðu fengið 🙂

 

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s