Quinoa og kókos bananabrauð

IMG_9770

Fann þessa uppskrift á netinu um daginn og ákvað að prófa.  Ég var ekki svikin en þarna er komið þvílíkt hollt og gott brauð sem er ekki flókið að gera.

Það gerist annað slagið að allt er fullt af vel þroskuðum banönum sem enginn vill og þá er annað hvort að skera í bita og skella í frysti til að eiga útí boostin, nú eða baka bananabrauð. Hef lengi notast við gamla uppskrift sem ég á en nú er búið að poppa hollustuna töluvert upp og það er ekki síðra.

 

 • 1/2 bolli ósoðið quinoa (ca 1,5 bolli soðið)
 • 3 vel þroskaðir bananar
 • 1/4 bolli kókosolía, fljótandi
 • 1/4 bolli hlynsýróp (eða agave)
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 bolli hveiti/spelt
 • 1 bolli hafrar (haframjöl)
 • 1 tsk matarsódi
 • 1/4 tsk salt
 • 1/3 bolli kókos
 • 2 msk hörfræ
 • 1/4 bolli kókosmjólk (bara úr fernu)

IMG_9764

Stappa bananana í skál og hræra saman við kókosolíu, sýróp og vanillu.  Blanda quinoa og þurrefnum í aðra skál, blanda svo öllu saman, hræra vel og setja í brauðform.  Strá kókos og höfrum yfir.

IMG_9766

Bakað við 180°C í  40-50 mínútur. Muna bara að tékka alltaf með því að stinga prjóni í brauðið áður en það er tekið endanlega úr ofninum.

 

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Quinoa og kókos bananabrauð

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s