Mexíkanskur fiskréttur

IMG_9626

Hér var eina ferðina enn verið að taka til í ísskápnum á mánudegi.  Þema sl. daga hefur greinilega verið pínu mexíkanskt því þessi er svo sannarlega í þá veruna og að sama skapi góður.  Hann er líka fljótlegur 😀

  • 2 þorskflök, meðalstór skorin í bita/stykki
  • 1/2 box af sveppum, smátt skornir
  • 1 krukka af Taco salsasósu
  • 2 vænar lúkur af nachos með salti, kramið milli handa í skál
  • 150-200 gr rifinn ostur
  • töfrakrydd, paprikuduft, turmerik, svartur pipar

 

Raða fisknum í eldfast mót, það þarf ekki að vera mjög stórt. Krydda, strá sveppum yfir (ég sleppti sveppunum á 1/3  fyrir börnin….) og hella sósunni yfir þetta.  Blanda saman í skál, mulið nachos og rifinn ost og dreifa þessu yfir.  Strá pínu paprikudufti yfir þetta.

IMG_9621

IMG_9623

Bakað við 190 °C í 25-30 mín. Fer aðeins eftir þykktini á þessu.

IMG_9624Með þessu sauð ég brún -og villihrísgrjón en ef þið viljið losna við glútein, þá er bara að skella quinoa í pott og hafa með.  Skar svo avocado í litla teninga og blandaði með limesafa og kóríanderblöðum.

Ég fæ aldrei nóg af sósum svo ég hafði þessa með:

  • 1 dós sýrður rjómi
  • 1/2 avocado
  • 1-2 hvítlauksrif

Maukað saman með töfrasprota.

Ég er reyndar alveg sjúk í kóríander og finnst þessi kryddjurt hefja flestan mat uppí hæstu hæðir 🙂  Fyrir ykkur sem finnst það ekki eins gott, þá má alveg sleppa því- að sjálfsögðu.

IMG_9625

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s