Graskerskonfekt með steiktum fiski

IMG_9551

 

Einfaldur, hollur og góður en það var góð kona sem sagði mér frá því hvernig henni þætti best að elda sér grasker og ég ákvað að hafa þetta fínerí með fiski. Svona bragðgott grænmeti eða grænmetisréttur getur nánast staðið eitt og sér og því vel ég að hafa tiltölulega hlutlaust meðlæti með því en hér er fiskurinn meðlæti.

  • 700 gr grasker (butternut eða Hokkiado) skorið í teninga
  • 1 poki spínat, gróft skorið
  • 1/2 laukur, í sneiðum
  • 3 hvítlauksrif, marin
  • 2-3 þorskflök
  • heilhveiti/gróft spelt/möndlumjöl
  • salt, turmerik og svartur pipar
  • Best á allt frá Pottagöldrum
  • kotasæla
  • fetaostur

Graskerið sett í eldfast mót, nuddað með ólífuolíu, turmerik stráð yfir, saltað og piprað.  Þetta er bakað í ca 45 mínútur á 180 °C.

IMG_9548

 

Fisknum velt uppúr heilhveiti (eða öðru sem fólk vill nota), steiktur í smjöri og ólífuolíu, kryddað með salti, pipar og best á allt.  Munum að taka fiskinn alltaf af pönnunni rétt áður en við höldum að hann sé tilbúinn! Takið graskersbitana úr ofninum, setjið fiskinn á fat og skellið spínati, lauk og hvítlauk á heita pönnuna þar sem það er mýkt vel.

Blandið grænmetinu saman (spínatinu og graskerinu) og áður en það er borið fram er agalega gott að mylja fetaost yfir.

Ég valdi að hafa kotasælu með og engin önnur „brögð“ því graskerskonfektið er svo gott.

IMG_9554

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s