Indversk tómatsúpa

Það er fátt betra á haustin en góðar súpur sem ylja manni um allan kroppinn. Hér er ein einföld og holl.

 

Screen Shot 2014-10-20 at 11.13.10

 • 6-8 plómutómatar
 • 30 g smjör
 • 1 msk ólífuolía
 • 2 hvítlauksgeirar , stórir
 • 1 tsk mustarðskorn (sinnepsfræ)
 • 1 tsk paprikuduft
 • 5-6 karrílauf
 • 400 ml vatn
 • pipar , svartur, eftir smekk
 • salt eftir smekk
 • 4-6 msk kóríanderlauf , saxað

Leiðbeiningar

Afhýðið tómatana með því að bregða þeim nokkrar sekúndur í sjóðandi vatn og síðan strax í kalt vatn, þannig losnar hýðið auðveldlega. Grófsaxið þá. Setjið smjör og olíu í góðan tveggja lítra pott og látið saxaðan hvítlauk og sinnepsfræ krauma í pottinum þar til hvítlaukurinn er orðinn glær.  Bætið tómötunum út í, ásamt paprikudufti og karrílaufi. Hleypið suðunni upp og sjóðið við vægan hita í 10-15 mínútur. Hellið blöndunni í matvinnsluvél eða blandara og maukið. Setjið hana aftur í pottinn og bætið vatninu við. Saltið og piprið, eftir smekk, og látið súpuna krauma í u.þ.b. 20 mínútur. Ausið súpunni á diska og dreifið söxuðu kóríanderlaufi yfir. Gott er að bera fram naan-brauð með súpunni nú eða það sem er enn hollara, heimagert hrökkbrauð og hummus  ;).

 

Screen Shot 2014-10-20 at 11.14.08

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s