Sellerísúpa með avocado

Screen Shot 2014-10-07 at 10.57.03

Sellerí er gríðarlega hollt grænmeti og öflugt en þar er að finna að minnsta kosti átta flokka af efnum sem vinna gegn krabbameini. Þar á meðal eru actylenics sem hefur sýnt sig að hindri vöxt æxlisfruma, tjörusýra (phenolic acids) sem hindrar virkni prostaglandína sem örva vöxt æxlisfruma og coumarins sem hindrar sindurefni í að eyðileggja frumur. Hér má sjá hver innihaldsefnin í sellerí eru og hér er svo góð lesning um þessa undrajurt.

 

 

Ég mæli með því að fólk kaupi íslensku uppskeruna eða reyni að velja lífrænt.  Það er svo mikið innflutt grænmeti hér sem er ekki lífrænt og þá er gott að hafa í huga að það er mjög mismunandi hversu mikið af eitri hefur verið notað við ræktunina, skordýraeitri og illgresiseyði. Sellerí er eitt af því mest eitraða skv. mælingum. Smellið hér til að sjá hvað gott er að hafa í huga þegar við verslum innflutta vöru. Hugsa að þetta eigi fyrst og fremst við vörur frá Bandaríkjunum.

Ég kaupi nóg af því íslenska þegar það kemur á markaðinn, hreinsa, sker niður og frysti en það má nota frosið sellerí í hvað sem er.  Sellerí er bragðsterkt og ekki allra að borða það. Ég er pínu viðkvæm fyrir því og finnst það nú ekkert æði í grænum drykkjum, læt mig samt hafa það 😉   Ég ákvað að prófa eitthvað nýtt og fór að leita að uppskriftum af sellerísúpum á netinu og úr varð eftirfarandi samsuða sem kom okkur skemmtilega á óvart.

IMG_9308

IMG_9309


 • ísl. smjör og ólífuolía
 • u.þ.b. 1 „búnt“ íslenskt sellerí – skorið í bita og leyfa blöðunum að vera með
 • 1 laukur, sneiddur
 • 2 hvítlauksrif, söxuð
 • 2 lúkur spínat (ef það er til)
 • 1 ltr vatn
 • 1 grænmetisteningur og 1 kjúklinga  (smakka það til)
 • 1 tsk múskat eða ein rifin múskathneta
 • svartur pipar og salt
 • 100 ml rjómi
 • 1/2-1 avocado

Setja smjör og olíu í pott, mýkja grænmetið (sellerí, lauk og hvítlauk) í nokkrar mínútur, bæta spínati við ef það er notað og ekki láta steikjast. Bæta vatni, krafti, múskati og pipar í og láta malla í svona 15 mínútur.

Setja allt í blender ásamt rjómanum og avocado og mauka vel.  Smakka til með meiri kryddum og salti.

IMG_9311

 

Bragðmikil og holl súpa!   Krökkunum fannst þetta reyndar of bragðmikið og fengu þau tómatsúpu með hrísgrjónum sem að þeirra mati er algjör „möst“ í tómatsúpu  😀

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s