Heitur quinoagrautur

Screen Shot 2014-09-28 at 14.25.32

Hef búið til kalda morgungrauta en ákvað núna að búa til heitan graut og vá hvað mér finnst það gott. Tekur reyndar smá stund að malla hann en það er ekki flókið.

  • 1 bolli quinoa, skola vel á sigti undir köldu vatni
  • 2 bollar möndlumjólk
  • 1/4 tsk kanill
  • 1 tsk kókospálmasykur (eða t.d. hlynsýróp – eða stevia……   eða hvað sem þið viljið!)

Sjóða saman quinoa og möndlumjólk í ca 10 mín.  Bæta sætu og kanil útí og malla í svona 5 mín. til viðbótar.  Gott að taka af hellunni, setja lok á pottinn og leyfa aðeins að standa (ef maður vill mýkja þetta frekar).  Einnig er gott að setja pínu vanillu saman við þetta.

Ég átti frosin jarðarber sem ég þýddi og setti yfir ásamt pekanhnetum og kókosflögum. Smá köld möndlumjólk útá.

Að sjálfsögðu er hægt að nota aðra mjólk, bara hvað þið viljið. Myndi þó forðast þær tegundir sem eru með viðbættum sykri/sætu.

Magnið er nóg fyrir 2 persónur og svo má líka nota afganginn daginn eftir og setja hreina jógúrt/AB mjólk og gott musli ásamt berjum 😉

Screen Shot 2013-11-05 at 14.50.04

Hér er fróðleikur um þetta margrómaða korn Inkana

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s