Spínatpasta með furuhnetum og parmesan

Screen Shot 2014-09-26 at 12.25.08

Hér er ein uppskrift sem getur auðveldlega verið 3 uppskriftir 😉

 • 250 g spínat , ferskt (saxað) eða fryst
 • Nokkrir sveppir, í sneiðum
 • Hálf rauð paprika, í bitum
 • 3 msk furuhnetur (ristaðar)
 • 3 msk ólífuolía
 • 3 hvítlauksgeirar , saxaðir smátt
 • 1 chilialdin , rautt, fræhreinsað og saxað smátt (má sleppa og/eða nota duft)
 • pipar , nýmalaður
 • salt
 • 150 ml matreiðslurjómi
 • 350 g pasta,
 • 4 msk parmesanostur, nýrifinn
 • kirsuberjatómatar, skornir í tvennt

Snyrta og þvo spínatið og það síðan saxað. Furuhneturnar ristaðar á þurri pönnu þar til þær fara að taka lit en þá er þeim hellt á disk og þær látnar kólna. Pastað soðið í saltvatni samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Þegar það er soðið er því hellt í sigti og látið renna vel af því. Á meðan pastað sýður er olían hituð á stórri, þykkbotna pönnu og hvítlaukurinn og chilialdinið látið krauma í 1-2 mínútur án þess að brenna, grænmeti bætt í og látið malla þar til spínatið “veður nánast að engu”. Rjómanum hellt yfir, kryddað með pipar og salti og látið malla við mjög hægan hita í nokkrar mínútur. Sósan smökkuð til, furuhnetunum og rifnum parmesanosti hrært saman við hana í lokin og síðan er pastanu hellt á pönnuna og hrært vel. Dreifa tómötum yfir og borið fram.

Screen Shot 2014-09-26 at 12.26.35

 

Einnig er hægt að grilla/steikja kjúklingabringur og hafa með eða setja eldaðan lax saman við í lokin.

Gott ferskt salat til að fullkomna þetta 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s