Rauðrófur, hráar, sýrðar eða bakaðar

Screen Shot 2014-08-20 at 15.29.02

 

 

Rauðrófur eru hrikalega hollur matur enda stútfullar af næringar- og plöntuefnum.  Þær innihalda mikið af járni, A, B6 og C-vítamíni, fólínsýru, magnesíum og kalíum.  Að auki innihalda þær góð flókin kolvetni, trefjar og öflug andoxunarefni.

Rauðrófur geta verið góðar fyrir fólk sem glímir við blóðleysi og slappleika vegna járninnihalds og nýlega kom í ljós að þær innihalda einnig efni (nítröt, e. nitrates) sem leiða til meira úthalds og atorkusemi.

Annað sem rauðrófur geta haft áhrif á:

 • þær ýta undir afeitrunarferli lifrarinnar
 • lækkandi áhrif á blóðfitu (vegna trefjainnihalds
 • hugsanlega hamlandi áhrif gegn krabbameini
 • örvandi fyrir meltinguna en betri meltingarstarfsemi skilar sér í fallegri húð 😉

Að lokum skal nefna að þessi rótarávöxtur er frábær til að viðhalda jafnvægi í blóðsykri og svo er hann bæði fallegur á litinn og ódýr, sem er mikill kostur 😉

Rauðrófur má sjóða, borða hráar, súrsa/sjóða niður, baka, steikja, rífa og mauka.  Á mínu heimili eru þær oftast niðursoðnar/súrsaðar eða notaðar í safa (þegar safapressan fær að koma uppá borð…..).

Og talandi um rauðrófusafa, þá er ekki nóg með að hann geti lækkað háan blóðþrýsting,  þetta þvílíkt dúndur fyrir íþróttamenn líka!  Hér má lesa allt um það hversu mikil heilsubót þetta er og hvernig þessi safi getur aukið árangur umtalsvert, eingöngu með þessari hollu náttúruafurð.

Ég er persónulega ekki mjög hrifin af þeim hráum eða í salati en bakaðar eru þær æðislegar og fínt að setja þær með öðru rótargrænmeti og baka.

Ætla að setja hér tvær aðferðir sem mér finnst góðar þegar ég ætla að borða rauðrófur:

Súrsaðar/niðursoðnar:

Nokkrar rauðrófur, flysjaðar, skornar í tvennt/ þrennt  (eftir stærð) og settar í pott með vatni. Látið sjóða í ca 45 mín. eða þar til þær eru mjúkar í gegn.  Kæla lítillega og skera í sneiðar, þannig að þær passi ofan í krukkurnar ykkar. Setja sneiðarnar ofaní, eins mikið og kemst og hella leginum þannig að það fljóti yfir. Gott að stinga meðfram með prjóni til að hleypa loftbólum upp.

Lögurinn:

Hér verður maður að miða magnið aðeins við hversu mikið af rauðrófum/krukkum eru en hlutföllin eru svona:

1/2 hluti vatn

1/2 hluti borðedik (hafa alveg rúmlega af ediki)

Sykur – í 1/2 lítra af vökva er 100 gr sykur

Þetta er soðið saman í potti og hellt yfir rauðrófurnar í krukkunum. Loka þeim vel og láta standa í amk 3 daga.  Þá er hægt að gæða sér á þeim 🙂

 

Góð kindakæfa og heimalagaðar rauðbeður eru snilld og það þarf ekki einu sinni brauð með 😉

IMG_8537

Bakað rótargrænmeti:

Blandið saman uppáhalds grænmetinu, mitt er:

 • Sætar kartöflur
 • Gulrætur
 • Rauðrófur
 • Sveppir
 • Kúrbítur
 • Tómatar
 • Laukur
 • Hvítlauksrif – skorin í tvennt

Nota eitthvað af þessu -eða allt 😉

Blanda saman ólífuolíu með smá hlynsýróp og baða grænmetið uppúr því (nudda því á), maldonsalt og svartur pipar.
Voða gott með t.d. lambakjöti 🙂

Hrásalat:

Það eru til gríðarlega margar útgáfur af góðu rauðrófusalati þar sem þær eru hafðar hráar.  Hér er einföld útgáfa:

 • Rauðrófa
 • Gulrætur
 • Kókos
 • Möndluflögur eða ristuð fræ (ef vill)

Blanda þessu saman og láta standa aðeins.  Til að fá góða fitu með þessu er hægt að hella pínu ólífu- eða hampolíu yfir og/eða blanda niðurskornum avocado 😀

Það er fullt af uppskriftum af rauðrófusalötum á netinu svo það er bara að googla og finna eitthvað sem lítur vel út ef maður nennir meira umstangi 😉

 

Screen Shot 2014-08-20 at 15.29.15

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s