Mánudagsfiskur með sesam-kókoshjúp og sósu heimshornaflakkarans

IMG_8680

Fiskur gærdagsins var hálfgerður spuni sem kom vel út. Sérstaklega fyrir þá sem finnst kókos góður 😉

Ég ætlaði að hafa fisk í raspi að ósk barnanna en langaði ekki í raspið þannig að ég bjó aðra blöndu sem var ca svona:

  • 2/3 hlutar ljós sesamfræ
  • 1/3 hluti kókos
  • 1 tsk turmerik
  • salt og svartur pipar

Þerraði þorskbita, velti uppúr eggi og þessari blöndu, steikti á vel heitri pönnu uppúr ísl. smjöri og ólívuolíu og kryddaði betur með smá salti og best á allt frá Pottagöldrum.  Þar sem krakkarnir elska fisk í raspi, tók ég hluta af þessu og blandaði í raspinn hjá þeim svona til að „venja þau við“  🙂

Með þessu léttsteikti ég grænmeti:

  • Paprika
  • Kúrbítur
  • Gulrætur
  • laukur
  • kókosolía til steikingar
  • salt, pipar og smá tamarisósa

Og bjó svo til eina uppáhalds fiskisósuna mína sem er orðin gömul og kallast sósa heimshornaflakkarans.

Við þetta má svo auðvitað bæta góðum brúnu og viltum hrísgrjónum, sætum kartöflum eða öðru sem er uppáhalds hjá ykkur 🙂

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s