Þorskur með grænmeti, ostasósu og villihrísgrjónum

IMG_8640

Hér er hugmynd af einföldum fiskrétti sem má henda í þegar tekið er til í ísskápnum 😉

 

 • 2 þorskflök skorin í hæfileg stykki
 • 1 dl heilhveiti
 • smjör og olía (á pönnuna)
 • 1 rauð paprika í bitum
 • nokkrir sveppir í bitum
 • 1/2 rauðlaukur í bitum
 • 1/2 box (lítið) af hvítlauks smurosti
 • 1/2 box af chili smurosti
 • 1,5 dl rjómi
 • salt & svartur pipar
 • 1/2 tsk turmerik (curcuma)

 

Fisknum er velt uppúr heilhveitinu og hann steiktur á pönnu (þar til hann er næstum því steiktur í gegn). Raða honum í eldfast mót og setja til hliðar (gott að velgja aðeins botninn á fatinu til að fiskurinn kólni ekki alveg).

Setja grænmetið á pönnuna og steikja aðeins, strá turmerik yfir, setja svo ostana samanvið og bræða. Bæta rjómanum í og láta þetta sjóða saman. Pipra og smakka áður en þið setjið salt (ostarnir geta verið nógu saltir). Hella yfir fiskinn og bera fram.

Screen Shot 2014-08-29 at 16.02.38

Grænt salat og blönduð brún og villihrísgrjón passa vel með þessu en villigrjón innihalda góðar fitusýrur og þar af töluvert af omega 3 sem er svo gott fyrir okkur.  Hér má sjá hversu næringarrík og holl þessi svörtu grjón eru.

Screen Shot 2014-08-29 at 16.03.04

Villihrísgrjón eru dýr og því eru þau oft blönduð við önnur hrísgrjón. Brún grjón í bland við þessi passar mjög vel en munið að þau þurfa langa suðu, ca 45 mínútur.

 

 

Það getur ekki klikkað þegar maður tekur til í ísskápnum, setur á pönnu og smá osta með 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s